Fréttir

Íslandsmót ÍF í 25m laug í Hafnarfirði

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m laug fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði dagana 19. og 20. nóvember næstkomandi. 

Alþjóðlegur dagur CP í dag

Í dag 5.október 2016 er alþjóðlegur dagur CP. Alltaf fyrsta miðvikudag í október er þessi dagur helgaður Cerbral Palsy.  

Íþróttafélagið Suðri 30 ára

30 ára afmælishóf íþróttafélagsins Suðra var haldið 1. október í Þingborg. 

Knattspyrnuæfingar fyrir konur með fötlun

Íþróttasamband fatlaðra og Knattspyrnusamband Íslands hafa undanfarin ár unnið að því að efla knattspyrnuiðkun meðal fatlaðra.

Ríó-hópurinn boðinn velkominn til landsins í Arionbanka

Allur íslenski Paralympic-hópurinn er kominn heim til Íslands eftir leikana í Ríó de Janeiro. Tekið var formlega á móti hópnum í höfuðstöðvum Arionbanka við Borgartún í Reykjavík.

Dagskrá Íslandsmóts ÍF og Grósku

Íslandsmót ÍF og Grósku í einliðaleik í boccia fer fram á Sauðárkróki dagana 14.-16. október næstkomandi. Hér að neðan fer dagskrá mótsins:

Kynning á nútímafimleikum í Austurbæjarskóla í dag!

Íþróttafélagið Ösp stendur fyrir kynningu á mánudaginn 3. október milli kl. 17:00-18:00 í Nútíma fimleikum (Rhytmik Gymnastics ) fyrir þroskahamlaðar stúlkur á aldrinum 14-25 ára í Íþróttahúsi Austurbæjarskóla gengið inn frá Vitastíg ( Ská á móti Vitabarnum beint á móti barnaheimilinu Ós) Leiðbeinendur...

Þorsteinn fánaberi Íslands við lokahátíðina í kvöld

Lokahátíð Paralympics í Ríó de Janeiro fer fram á Maracana-leikvanginum í kvöld. Að þessu sinni er það bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson sem verður fánaberi Íslands við hátíðina.

Jón Margeir í úrslit í 200m fjórsundi

Allir þrír íslensku sundmennirnir tóku þátt í undanrásum í morgun á Paralympics í Ríó de Janeiro. Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, komst í úrslit í 200m fjórsundi en Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, og Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, hafa báðar lokið keppni.

Sonja í úrslit í 50m baksundi

Sundkonan Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, komst áðan í úrslit í 50m baksundi S4 kvenna þegar hún kom í bakkann á 1.01,65mín. sem er ögn frá Íslandsmeti hennar í greininni. Ekki var slegið slöku við í undanrásariðli Sonju því heimsmet féll í...

Þorsteinn hefur lokið keppni: Jón missti naumlega af úrslitum

Þorsteinn Halldórsson, Boginn, og Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, kepptu á Parlaympics í Ríó de Janeiro í Brasilíu í dag. Jón Margeir missti naumlega af sæti í úrslitum í 100m bringusundi og Þorsteinn Halldórsson féll út í fyrstu umferð í útsláttarkeppninni...

Jón Margeir fjórði í 200m skriðsundi

Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson varð í kvöld fjórði í 200m skriðsundi S14 á Paralympics í Ríó de Janeiro. Jón kom í bakkann á tímanum 1.57.50 mín. en sigurvegari kvöldsins, Tang Wai Lok, sigraði á tímanum 1.56.32 mín.

Thelma nítjánda í undanrásum

Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, tók í dag í fyrsta sinn þátt í sundkeppni á Paralympics á sínum ferli. Thelma keppti þá í 50m skriðsundi og hafnaði í 19. sæti af 20 keppendum sem skráðir voru til leiks. Thelma kom í...

Thelma og Þorsteinn hefja leik í dag

Í dag eru það sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, og Þorsteinn Halldórsson, Boginn, sem láta til sín taka á Paralympics í Ríó de Janeiro. Thelma ríður á vaðið í 50m skriðsundi kl. 09:54 að staðartíma (12:54 ÍSL) en Þorsteinn keppir...

Helgi fimmti á nýju Paralympic-meti!

Helgi Sveinsson varð í kvöld fimmti í spjótkastkeppni F42-44 á Parlympics í Ríó de Janeiro. Lengsta kast Helga í keppninni var 53.96m. en það er nýtt Paralympic-met í flokki F42.

Helgi fyrstur Íslendinga á svið

Í kvöld fer spjótkastkeppnin í flokki F42-44 fram í Ríó de Janeiro. Þá verður Helgi Sveinsson, Ármann, fyrstur íslensku keppendanna á svið en keppnin hefst kl. 17:45 að staðartíma eða kl. 20:45 að íslenskum tíma.

Forseti Íslands heimsótti Paralympic-þorpið

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson heimsótti Paralympic-Village í Ríó de Janeiro í gær. Heimsótti forseti vistarverur íslensku keppendanna í Ríó og fór vel á með honum og þorpsbúum sem hafa síðustu vikuna verið í óðaönn við undirbúning fyrir þátttöku...

Paralympics hafnir í Ríó

Paralympics 2016 era hafnium í Ríó de Janeiro í Brasilíu en leikarnir voru settir í gærkvöldi á hinum heimsfræga Maracana-leikvangi með mikilli viðhöfn.

Helga Steinunn marserar inn með íslenska hópnum

Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ er komin til Ríó þar sem hún mun fylgjast með íslensku keppendunum á Paralympics.

Ísland boðið velkomið í Paralympic-þorpið

Í dag fór fram svokölluð Team Welcome Ceremony í Paralympic-þorpinu í Ríó de Janeiro. Um var að ræða formlega mótttöku á íslenska hópnum í þorpi íþróttamanna þar sem fáni Íslands var dreginn að húni og þjóðsöngurinn leikinn. Öll Norðurlöndin voru...