Reglugerð um skiptingu Lottótekna

Reglugerð um skiptingu lottótekna

Gildir frá 25. apríl 2015

Skipting þeirra Lottótekna sem Íþróttasambandi fatlaðra er úthlutað frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands skal fara fram samkvæmt  reglugerð þessari.

50% renna til fræðslu- og útbreiðslumála ÍF

50% hlutur renna til aðildarfélaga ÍF samkvæmt svohljóðandi skiptingu:

  • 3/5 verður skipt jafnt meðal allra félaga.
  • 2/5 verður skipt meðal þeirra félaga sem sinna barna og unglingastarfi og eru upplýsingar úr Felix til staðfestingar á því starfi.

Við alla úthlutun er stuðst við upplýsingar úr Felix og einungis er heimilt að greiða til félaga sem eru í góðri stöðu og hafa skilað starfsskýrslum.