Thelma nítjánda í undanrásum


Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, tók í dag í fyrsta sinn þátt í sundkeppni á Paralympics á sínum ferli. Thelma keppti þá í 50m skriðsundi og hafnaði í 19. sæti af 20 keppendum sem skráðir voru til leiks. Thelma kom í bakkann á 42.14 sek.


Thelma komst með þessu ekki í úrslit í greininni og hefur því lokið keppni í dag en verður aftur á ferðinni á morgun í undanrásum í 100m bringusundi.


Á eftir kl. 18 að íslenskum tíma mun Þorsteinn Halldórsson hefja leik í forkeppni að útsláttarkeppninni sem fram fer þann 14. september næstkomandi. Rétt eins og hjá Thelmu verður þetta í fyrsta sinn sem Þorsteinn keppir á Paralympics.

Úrslit í 50m S6 - kvk


Mynd/ Thelma í 50m keppninni í morgun.