Fréttir

Þrír á Pre Games í Austurríki

                           Alþjóðavetrarleikar Special Olympics fara fram í  Austurríki 2017. Það hefur skapast sú hefð að ári fyrir alþjóðaleika Special Olympics eru haldnir undirbúningsleikar (Pre Games) þar sem nokkrir keppendur frá völdum löndum fá tækifæri til að taka þátt. Dagana...

Myndaregn frá Nýárssundmótinu

Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Laugardalslaug þann 3. janúar síðastliðinn. Sannkallað myndaregn varð á mótinu en myndasöfn frá þessu fyrsta stórmóti ársins má nálgast inni á Facebook-síðu ÍF sem og á myndasíðu sambandsins á 123.is/if. Myndasafn - 123.is/ifMyndasafn -...

RIG 23. janúar næstkomandi

Reykjavík International Games fara fram dagana 21.-31. janúar næstkomandi. Sundkeppni fatlaðra á leikunum fer fram laugardaginn 23. janúar. Skráningargögn hafa þegar verið send á aðildarfélög ÍF.  Skráningum skal skila fyrir mánudaginn 18. janúar næstkomandi, skráningum er lokað í hádeginu þann...

ÍF og Samherji saman fram yfir 2018

Í desember síðastliðnum úthlutaði Samherji íþrótta- og samfélagsstyrkjum að andvirði 80 milljón króna en frá árinu 2008 er heildarúthlutun orðin meira en hálfur milljarður! Íþróttasamband fatlaðra naut góðs af þessari veglegu úthlutun samherja sem verður einn helsti og stærsti samstarfsaðili...

Róbert Ísak handhafi Sjómannabikarsins 2016

Fjarðarliðinn Róbert Ísak Jónsson hafði í dag sigur á Nýárssundmóti fatlaðra barna og unglinga en þetta var í áttunda sinn sem sundmaður frá Íþróttafélaginu Firði vinnur til Sjómannabikarsins sem Sigmar Ólason sjómaður frá Reyðarfirði gaf til mótsins. Róbert Ísak syndir...

Kolfinna fyrsti þátttakandinn á Evrópuleikum ungmenna

Íslendingar tóku þátt í Evrópuleikum fatlaðra ungmenna sem fram fóru í Varazdi í Króatíu dagana 16.-19. júlí á síðasta ári. Um var að ræða samstarfsverkefni BTÍ og ÍF.Þáttakendur í mótinu voru Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir keppandi og faðir hennar Bjarni Þ....

Gleðilegt nýtt ár

Stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra óskar landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum samfylgdina á liðnum árum.

Ólafur sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Fráfarandi forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi í dag ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu að Bessastöðum í dag. Þeirra á meðal var nafni hans Ólafur Ólafsson formaður Íþróttafélagsins Aspar. Í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir um Ólaf:„Ólafur...

Helgi tíundi í kjöri íþróttafréttamanna

Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir var í gærkvöldi útnefnd íþróttamaður ársins 2015. Stjórn og Starfsfólk Íþróttasamband fatlaðra óskar Eygló, fjölskyldu hennar sem og sundsamfélaginu öllu innilega til hamingju með útnefninguna. Helgi Sveinsson spjótkastari frá Ármanni og íþróttamaður ÍF 2015 hafnaði í...

Kjörinu lýst í kvöld - Helgi einn af tíu efstu

Í kvöld fer fram kjörið á íþróttamanni ársins 2015 en einn íþróttamaður úr röðum fatlaðra komst inn á topp tíu lista Samtaka íþróttafréttamanna þetta árið en það er frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson úr Ármanni. Helgi var fyrr í desembermánuði útnefndur íþróttamaður...

Helgi og Jón heiðraðir af ÍBR

Kraftlyftingamaðurinn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson og sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir eru íþróttafólk Reykjavíkur árið 2015. Íþróttabandalag Reykjavíkur heiðraði alls tólf íþróttamenn við athöfn sína skömmu fyrir jól en þar fengu þeir Helgi Sveinsson frjálsíþróttamður úr Ármanni og Jón Margeir Sverrisson...

Hvati kominn á netið

Annað tölublað Hvata, tímarits Íþróttasambands fatlaðra, er nú komið á netið en þar kennir ýmissa grasa. Fjallað er um Special Olympics ævintýrið sem átti sér stað í Los Angeles síðastliðið sumar sem og heimsmeistaramótssumarið. Íþróttafólk ársins fær einnig að njóta...

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga 2016

Sunnudaginn 3. janúar 2016 fer Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra fram í Laugardalslaug. Keppt verður sem fyrr í 25m. laug. Upphitun hefst kl. 14:00 þar sem Skólahjómsveit Kópavogs leikur á meðan upphitun stendur. Keppni hefst kl. 15:00. Skráning fer fram á thor@lsretail.com með cc...

ÍFR-konurnar með sjö Íslandsmet í Póllandi

Sundkonurnar Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir eru nýkomnar heim frá Póllandi þar sem þær tóku þátt í Polish Winter Open mótinu. Sonja og Thelma sem báðar synda fyrir ÍFR komu heim með sjö ný Íslandsmet en þá var sundmaðurinn...

Ólafur hlaut Kærleikskúlu SLF

Afhending Kærleikskúlunnar fór fram í þrettánda sinn á Kjarvalsstöðum í vikunni. Kærleikskúla ársins ber heitið Landslag og er eftir Rögnu Róbertsdóttur. Að þessu sinni hlaut Ólafur Ólafsson formaður íþróttafélagsins Aspar Kærleikskúluna. Ólafur hefur verið starfandi formaður Asparinnar í yfir 30...

Helgi og Thelma íþróttafólk ársins 2015

Frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson, Ármanni, og sundkonan Thelma B. Björnsdóttir, ÍFR, voru í dag útnefnd íþróttamaður og íþróttakona ársins 2015 úr röðum fatlaðra. Kjörinu var lýst á Radisson Blu Hóteli Sögu. Þá hlaut Guðmundur Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður Hvataverðlaunin 2015.ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2015: THELMA...

Heilsuleikskólinn Háaleiti fékk fyrstu viðurkenninguna

Föstudaginn 20. nóvember var sögulegur viðburður hjá Special Olympics á Íslandi en þá var afhent fyrsta viðurkenningarskjalið vegna verkefnisins Young Athlete Project, YAP. Heilsuleikskólinn Háaleiti Ásbrú fékk viðurkenningu fyrir að innleiða verkefnið sem felur í sér markvissa hreyfiþjálfun barna með...

EM í lyftingum fatlaðra hefst á morgun

Um 230 íþróttamenn frá 44 löndum eru nú saman komnir í Ungverjalandi til þess að taka þátt í Evrópumeistaramót fatlaðra í lyftingum. Mótið fer fram í Eger í Ungverjalandi en keppni hefst á morgun. Áhugasamir geta fylgst með mótinu í...

Skylmingar fatlaðra á Íslandi - námskeið eftir áramót

Núna eftir áramót verður haldið námskeið í skylmingum fatlaðra með höggsverði í fyrsta sinn á Íslandi. Að námskeiðinu stendur Skylmingasamband Íslands og verður það haldið í Skylmingamiðstöðinni í Laugardal. Ingibjörg Laufey Guðlaugsdóttir mun sjá um kennslu námskeiðsins og hefur hún...