Fréttir

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga 8. janúar

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fer fram í Laugardalslaug í Reykjavík sunnudaginn 8. janúar næstkomandi. Gjaldgengir eru sundmenn úr röðum fatlaðra sem verða 17 ára á árinu og yngri. Búist er við um 70 þátttakendum í mótið og venju samkvæmt...

Hvati 2.tbl kominn á heimasíðuna

Annað tölublað Hvata, tímarits Íþróttasambands fatlaðra, er komið á heimasíðu ÍF. Tölublaðið má nálgast hér sem og önnur eldri tölublöð.

Gleðilegt ár 2017!

Íþróttasamband fatlaðra óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs og friðar. Þökkum samfylgdina árið 2016 og á liðnum árum. Megi íþróttaárið 2017 verða okkur öllum gæfusamt.

ÍF og Íslandsbanki framlengja samstarf sitt

Íþróttasamband fatlaðra og Íslandsbanki framlengdu á dögunum samstarfs- og styrktarsamning sinn til tveggja ára eða með gildistúma út árið 2017.

Hjörtur með nýtt Íslandsmet í 25m laug

Sundmaðurinn Hjörtur Már Ingvarsson setti á dögunum nýtt Íslandsmet í 50m baksundi á Jólamóti SH sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði.

Hekla styður myndarlega við bakið á Íþróttasambandi fatlaðra

Nýlega veitti Kiwansiklúbburinn Hekla Íþróttasambandi fatlaðra einnar milljón króna styrk vegna þátttöku Íslands á Paralympics sem fram fóru í Ríó í september síðastliðinn.

Vilhelm Gunnarsson gaf ÍF glæsilega gjöf

Við hófið Íþróttamaður- og íþróttakona ársins 2016 kvað ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson sér hljóðs en hann kom færandi hendi og afhenti Íþróttasambandi fatlaðra ljósmynd og ríflega 400.000 kr. styrk.

Helgi og Sonja íþróttafólk ársins 2016

Frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson, Ármann, og sundkonan Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, voru í dag valin íþróttamaður og íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra á árlegu hófi Íþróttasambands fatlaðra. Hófið fór fram á Radisson Blu Hóteli Sögu.

Íþróttamaður og íþróttakona ársins valin í dag

Í dag fer fram val á íþróttamanni og íþróttakonu ársins úr röðum fatlaðra íþróttamanna. Íþróttasamband fatlaðra stendur að hófinu sem fram fer á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík. 

Heilsuleikskólinn Háaleiti fékk góðan gest í heimsókn frá Washington

Rebecca Ralston Senior Manager Young Athlete Project hjá SOI Washington heimsótti heilsuleikskólann Háaleiti þann 26 nóvember og kynnti sér YAP verkefnið sem skólinn vinnur að

Forseti Íslands þátttakandi í kyndilhlaupi lögreglumanna fyrir Íslandsleika Special Olympics

Íslandsleikar Special Olympics fóru fram í Reykjaneshöllinni 27. nóvember 2016 en áður var hlaupið kyndilhlaup lögreglumanna þar sem Forseti Íslands tók þátt

Forseti Íslands mun taka þátt í kyndilhlaupi lögreglumanna og setja Íslandsleika Special Olympics 2017

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða í Reykjaneshöllinni 27. nóvember kl. 14.00 - 16.00 Kyndilhlaup lögreglu hefst kl. 13.30 frá lögreglustöðinni.  Forseti Íslands mun taka þátt í kyndilhlaupi lögreglumanna og setja mótið, ásamt keppanda.

Jóhann Þór náði góðum árangri í Landgraaf

Skíðamaðurinn Jóhann Þór Hólmgrímsson, Akur, er nýkominn aftur til Íslands eftir góða ferð til Landgraaf í Hollandi þar sem hann keppti á sínu fyrsta móti þessa vertíðina. Kaffið.is ræddi við Jóhann Þór en viðtalið við hann má sjá í heild...

Bocciadeild Völsungs tekur að sér Íslandsmótið 2017

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í einliðaleik í boccia 2017 mun fara fram á Húsavík í samstarfi og samráði við Bocciadeild Völsungs.

Fimm ný Íslandsmet á ÍM25 í Hafnarfirði

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m laug fór fram í Hafnafirði síðastliðna helgi. Mótið fór fram samhliða ÍM25 hjá Sundsambandi Íslands. Alls féllu fimm ný Íslandsmet á mótinu og eitt þeirra setti sundmaðurinn Már Gunnarsson frá ÍBR/Nes á sjálfan...

Opið erindi um svefn, hvíld og afreksfólk í íþróttum

Laugardaginn 12. nóvember næstkomandi verður Íþróttasamband fatlaðra með opið erindi um svefn, hvíld og afreksfólk í íþróttum. Erlingur Jóhannsson prófessor við Háskóla Íslands flytur erindið.

Icecup Alþjóðlegt skautamót á vegum skautadeildar Aspar

Skautadeild Aspar í samvinnu við Special Olympics á Íslandi stendur að alþjóðlegu skautamóti fyrir fólk með fötlun dagana 4 - 6 nóvember.  Heimasíða leikanna er  http://icecup.is/  og fb síða https://www.facebook.com/icecup.is/ 

Myndband: Paralympic-dagurinn 2016

Paralympic-dagurinn 2016 fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 22. október síðastliðinn. Fjöldi gesta lagði leið sína í Laugardal til að taka þátt í þessum stóra og skemmtilega kynningardegi á íþróttum fatlaðra á Íslandi.

Úrslit einliðaleiks ÍF í boccia 2016

Íslandsmót ÍF í einliðaleik í boccia fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki um síðastliðna helgi. Jakob Ingimundarson frá ÍFR varð sigurvegar í 1. deild og kollegi hans Lúðvík Frímannsson hreppti silfrið. Sigurjón Sigtryggsson frá Snerpu hafnaði svo í 3. sæti....

22. október: Paralympic-dagurinn 2016

Laugardaginn 22. október næstkomandi fer Paralympic-dagurinn fram í annað sinn á Íslandi. Um er að ræða stórskemmtilega kynningu á íþróttastarfi fatlaðra á Íslandi.