Alþjóðavetrarleikar Special Olympics 2017
- Special Olympics útgáfur
- Leikjabankinn
- Þátttakendalisti 2019 heimsleikar SOI Abu D
- Heimsleikar Special Olympics í Abu Dhabi og
- Alþjóðavetrarleikar Special Olympics 2017
- Rannsóknir
- Fundargerðir og önnur skjöl Síða í u
- Eldri verkefni 2011
- Eldri verkefni 2010
- Eldri verkefni 2007
- Alþjóðaleikar Special Olympics í LA 2015
- Stjórn Special Olympics á Íslandi
- Lög, reglur
Alþjóðavetrarleikar Special Olympics stóðu yfir frá 18. mars til 25. mars 2017.
3000 keppendur frá 110 löndum kepptu í 9 greinum í Graz og Shladming. Fyrir leikana var dvalið í vinabæ en vinabær Íslands var Joggland.Ísland átti 4 keppendur á leikunum, öll í listhlaupi á skautum.Nína Margrét Ingimundardóttir og Júlíus Pálsson voru fyrstu Íslendingarnir til að keppa í parakeppni, karla og kvenna. Þau kepptu einnig í einstaklingskeppni, flokki 2 og Ásdís Ásgeirsdóttir og Stefán Páll Skarphéðinsson kepptu í flokki 1 sem er byrjendaflokkur. Allir keppendur hafa æft hjá skautadeild Aspar. Þar er vel haldið utan um iðkendur sem hafa sýnt miklar framfarir og öðlast aukið sjálfstraust á svellinu. Þjálfarar voru Helga Olsen og Ragna Gunnarsdóttir en keppendur nutu einnig stuðnings aðstandenda sem höfðu komið til Austurríkis til að fylgjast með. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri SO á Íslandi var viðstödd nokkra daga leikanna og upplifði hjá hópnum mikla samstöðu og gleði yfir litlum og stórum sigrum, jafnt á svellinu sem í daglegum verkefnum. Á leikum Special Olympics eiga allir sömu möguleika á verðlaunum og aðstandendur upplifðu mjög sterkt þann anda sem ríkir á leikunum þar sem horft er á styrkleika fremur en veikleika og þá hæfileika sem hver og einn býr yfir.Íslenskur alþjóðadómari var í fyrsta skipti í hópi dómara á alþjóðavetrarleikum Special Olympics en það var Svava Hróðný Jónsdóttir.
LETR (Law Enforcement Torch Run) er samstarfsverkefni lögreglumanna og Special Olympics og Ísland átti tvö fulltrúa í þeim hópi. Daði Þorkelsson hljóp kyndilhlaup með alþjóðlegu liði lögreglumanna og Guðmundur Sigurðsson var valinn í undirbúningsnefnd og sá um skipulag LETR kyndilhlaupsins 2017.
Við heimkomu voru fulltrúar LETR á Íslandi með heiðursvörð á Keflavíkurflugvelli og færðu keppendum blóm frá ÍF þar sem sambandsþing ÍF og stjórnarkjör var á sama tíma. Frá flugvellinum var haldið í skautahöllina í Laugardal þar sem íshokkýfélagið Esja heiðraði keppendur í leikhléi, úrslitaleiks í íshokký.