Sonja í úrslit í 50m baksundi


Sundkonan Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, komst áðan í úrslit í 50m baksundi S4 kvenna þegar hún kom í bakkann á 1.01,65mín. sem er ögn frá Íslandsmeti hennar í greininni. Ekki var slegið slöku við í undanrásariðli Sonju því heimsmet féll í þessu sama sundi en það setti Kínverjinn Jiao Cheng með tímanum 48,29 sek.


Sonja keppir því í úrslitum í kvöld kl. 18.30 að staðartíma eða 21.30 að íslenskum tíma. Sonja syndir á braut nr. 8 í kvöld.


Ráslisti úrslitanna


Mynd/ JBÓ - Sonja í 50m baksundi í morgun.