Alþjóðaleikar Special Olympics í LA 2015

Alþjóðaleikar Special Olympics eru haldnir fjórða hvert á en fyrstu leikar utan Bandaríkjanna voru í Evrópu 2003.  Þá skipulögðu Írar glæsilega leika í Dublin með aðstoð þúsunda sjálfboðaliða. Það var söguleg stund þegar  kyndilhlaupinu lauk með því að lögreglumenn frá Írlandi og N Írlandi komu saman með kyndilinn inn á leikvanginn á opnunarhátíðinni en það þóttu vera táknræn skilaboð um gildi samstöðu, friðar og vináttu.  Árið 2007 voru leikarnir í  Shanghai í Kína og árið 2011 í  Aþenu í Grikklandi.  Nú er aftur komið að Bandaríkjunum en næstu leikar verða í  Los Angeles.25. júlí til 2. ágúst 2015.  www.la2015.org

Opnunarhátíð fór fram í Los Angeles Memorial Coliseum en þar fóru fram opnunarhátíðir ólympíuleikanna 1932 og 1984.  Um 80 þúsund áhorfendur voru á opnunarhátíðinni. Undirbúningsnefnd LA 2015 og ESPN unnu saman að því að  tryggja alþjóðlega umfjöllun til áhorfenda um allan heim.

Heiðursgestir leikanna voru Barack Obama Bandaríkjaforseti og kona hans Michelle Obama, ásamt Eric Garcetti borgarstjóri LA og Jerry Brown fylkisstjóra í Kalforníu.

[Jóhann Fannar Kristjánsson] Þetta var einn stærsti íþróttaviðburður ársins 2015,  7000 keppendur frá 177 löndum og allt að 30.000 sjálfboðaliðar.  Keppnisgreinar  voru 25:  Badminton,  boccia, borðtennis, blak, fimleikar,  frjálsar íþróttir, golf, hjólreiðar, keila, körfubolti, knattspyrna, lyftingar, hjólaskautar, kajakróður, júdó, handbolti, maraþon, hestamennska, tennis, softball, þríþraut, strandblak,  siglingar og tvennskonar sundkeppni.

Samhliða íþróttakeppni voru fjölmargir viðburðir í gangi.  Healthy athlete program er í boði fyrir alla keppendur en þar er heilsufar skoðað og metið af tannlæknum, augnlæknum, heyrnar og talmeinafræðingum, sjúkraþjálfurum, fótaaðgerðarfræðingum og fleiri fagaðilum.  Margir hafa fengið gleraugu, heyrnartæki eða innlegg eftir slíka skoðun en allt er ókeypis fyrir keppendur. Athyglisvert verkefni hefur verið byggt upp fyrir  2-7 ára börn með þroskahömlun en þar er tilgangur að örva hreyfifærni og samhæfingu með æfingum í leikjaformi.

Kyndilhlaup var um alla Ameríku þar sem lögreglumenn hlupu með eld leikanna ásamt íþróttafólki á hverjum stað. Samstarf Special Olympics við íslensku lögregluna hófst haustið 2013 með samstarfi vegna Íslandsleika í knattspyrnu.  Guðmundur Sigurðsson og Gunnar Schram hlupu kyndilhlaup fyrir  Evrópuleika Special Olympics 2014. Ísland tekur í fyrsta skipti þátt í kyndilhlaupi fyrir alþjóðaleika en Guðmundur Sigurðsson var í hópnum í LA Tveir íslenskir alþjóðahandboltadómarar dæmduá mótinu, þeir Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.  Um 60 aðstandendur komu frá Íslandi til að fylgjast með leikunum.

Þátttaka Íslands

Íþróttasamband fatlaðra sendi fjörutíu og einn keppanda á leikana. Íslendingar kepptu í níu greinum; Badminton, boccia, fimleikum, frjálsum íþróttum, golfi, keilu, knattspyrnu, lyftingum, sundi. Ísland sendi í fyrsta skipti keppendur í „unified sport“ þar sem fatlaðir og ófatlaðir keppa saman en það var í golfi og badminton.
Allir keppendur gistu á háskólasvæðunum,  UCLA og USC. Keppnisstaðir voru eftirtaldir; UCS; Sund, frjálsar UCLA; Knattspyrna, fimleikar LACC; Badminton, boccia, lyftingar Lucky Strike; Keila Griffith Park;  Golf

Fimleikar;
Eydís Ásgeirsdóttir, Jóhann Fannar Kristjánsson Birkir Eiðsson, Erla Björg Haraldsdóttir öll í Gerplu.  Þjálfarar eru Eva Gunnarsdottir og Sigurlín Jóna Baldursdóttir.

Lyftingar;
Vignir Unnsteinsson, ÍFR, Ólafur Aron Einarsson, Suðra. Guðmundur Ásbjörnsson, Suðra. Þjálfari er Hlynur Áskelsson 

Sund;
Bjarki Skjóldal Óðni; Emil Björnsson, ÍFR, Tinna Rut Andrésdóttir, Óðni, Rakel Aradóttir Ösp, Ástrós María Bjarnadóttir NES 
Þjálfarar voru Helena Hrund Ingimundardóttir  og Ólafur Þórarinsson

Frjálsar íþróttir;
Bryndís Brynjólfsdóttir  NES, Héðinn Jónsson EIK, Bjarki Rúnar Steinarsson ÍFR, María Dröfn Einarsdóttir  EIK   Þjálfarar voru Ásta Katrín Helgadóttir og Egill Þór  Valgeirsson

Badminton Unified;
Ómar Karvel Guðmundsson ÍVAR, Petra Dröfn Guðmundsdóttir  Unified partner 
Þjálfari var Jónas Sigursteinsson

Golf; 
Elín Fanney Ólafsdóttir  GK, Pálmi Þór Pálmason GR, Golf unified;  Bjarki Guðnason GS Heiða Guðnadóttir GKj  Unified partner. Þjálfari var  Fylkir Guðmundsson

Boccia;
Vilhjálmur Þór Jónsson, NES, Bára Sigurðardóttur EIK. Þjálfari var Anna María Þórðardóttir

Keila;
Aldís Ósk Björnsdóttir  og Vilhelm Már Sigurjónsson ÖSP. Þjálfari var  Harpa Hauksdóttir  

Knattspyrna:
Jón Alexander Guðmundsson, Sveinbjörn Guðmundsson, Jónas Ingi Björnsson, Andri Jónsson, Róbert Ragnarsson, Daníel Snær Gústavsson, Jón Reynir Gústafsson, Jón Arnar Guðbrandsson, Guðmundur Hafliðason  - allir í Ösp
Jakob G Lárusson,Ragnar Ólafsson, Sigurður Guðmundsson, Konráð Ólafur Eysteinsson, Jósef William Daníelsson allir í  NES Almar Þór Þorsteinsson SUÐRA

Þjálfarar voru Darri Mchahon, Birkir  Þór Karlsson og fulltrúi KSÍ er Guðlaugur Gunnarsson
Fararstjórar voru  Anna Karólína Vilhjálmsdóttir og Jóhann Arnarson.  Þátttökulönd fá kvóta til að senda lækni eða sjúkraþjálfara með keppendum og Marritt Meintama sjúkraþjálfari fylgdi íslenska hópnum. 
 

Nánar um Special Olympics

Samtökin Special Olympics International (SOI) voru stofnuð af Kennedy fjölskyldunni 1968 og forseti SOI er Timothy Kennedy Shriver. Áhrif Kennedy fjölskyldunnar koma fram í öllu starfi samtakanna sem hafa náð gífurlegri útbreiðslu. Starfsemin byggist upp á því að skapa einstaklingum með þroskahömlun, tækifæri til þátttöku í íþróttastarfi þar sem virðing og jafnræði ríkir og allir eru sigurvegarar.  Allir geta verið með, jafnt byrjendur sem lengra komnir.  Fjölmargir Íslendingar hafa fengið tækifæri til þátttöku á alþjóðaleikum Special Olympics sem haldnir eru fjórða hvert ár. Auk íþróttastarfs stendur SOI fyrir alþjóðaverkefnum sem miða að því að bæta heilsufar, menntun og daglegt líf þessa hóps.  Alþjóðaskrifstofa er í Washington og Evrópuskrifstofa í Brussel.  
Umfang og glæsileiki  alþjóðaleika Special Olympics líkist helst ólympíumótum en keppnisform er gjörólíkt. Engin lágmörk þarf á leikana og undankeppni fer fram þannig að allir keppa í jöfnum riðlum.

Þátttakan er aðalatriðið, allir keppa aðeins við sína jafningja og allir eiga sömu möguleika á verðlaunum.  Hugmyndafræði Special Olympics byggir á gildi umburðarlyndis og jafnræðis þar sem áhersla er á þátttöku, ánægju, einstaklingsmiðaða færni og ekki síst vináttu.