Knattspyrnuæfingar fyrir konur með fötlun


Íþróttasamband fatlaðra og Knattspyrnusamband Íslands hafa undanfarin ár unnið að því að efla knattspyrnuiðkun meðal fatlaðra.


Mjög fáar stelpur / konur með fötlun æfa knattspyrnu en nú fá þær tækifæri til að taka fyrstu skrefin og kynnast skemmtilegri íþrótt.

 

Fyrsta æfingin verður laugardaginn 8. október kl. 12:00 á sparkvallasvæðinu við hliðina á Stjörnuvelli í Garðabæ.


Ásgerður Baldursdóttir, fyrirliði mfl. kvenna hjá Stjörnunni, mun hafa umsjón með æfingunni en henni til halds og trausts verða  stelpur úr 3. flokki Stjörnunnar. Leikmenn úr A landsliði kvenna, sem nýverið tryggði sér sæti á EM í Hollandi á næsta ári, mæta á svæðið og heilsa upp á þátttakendur, gefa plaköt, eiginhandaráritanir og hægt verður að fá mynd af sér með landsliðsstelpunum.


Allir sem mæta og taka þátt á æfingunni fá bolta, plakat, bol og tvo miða á landsleik U21 árs landsliðs Íslands og Úkraínu sem fram fer á Laugardalsvelli 11. október nk.

 

Stefnt er að því að halda úti knattspyrnuæfingum fyrir þennan hóp stúlkna einu sinni í viku í október og nóvember, með það fyrir augum að fjölga stúlkum með fötlun eða þroskahömlun í knattspyrnu.

 

Vinkonur, frænkur og systur eru velkomnar með á æfinguna.Nánari  gefur Öspin í síma 555-0066 og/eða Ásgerður í síma 772-4751.