Heiðursmerki ÍF

FORSETASTJARNA ÍF:

REGLUGERÐ ÍF UM HEIÐURSMERKI ÍF
Gildir frá 16.5.2009
3. gr: Forsetastjarna ÍF er veitt Forseta Íslands eftir forsetakjör við fyrsta hentugleika í samráði við
hann.


Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996.
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands 1996-2016.
Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands 2017-

Heiðursfélagar ÍF

LÖG ÍÞRÓTTASAMBANDS FATLAÐRA
(Gildir frá 9. mars 2013)
14. GREIN
Heiðursfélaga Íþróttasambands Fatlaðra má stjórn ÍF kjósa ef hún er einhuga um það.


Heiðursfélagar ÍF:
Sigurður Magnússon (látinn), fyrsti formaður ÍF. Gerður að heiðursfélaga 29. maí 1984.
Ólafur Jensson (látinn), fyrrverandi formaður ÍF. Gerður að heiðursfélaga 17. maí 1999.
Ólafur Þór Jónsson, fyrrverandi keppandi og stjórnarmaður ÍF. Gerður að heiðursfélaga á Sambandsþingi ÍF 2015.
Sveinn Áki Lúðvíksson, fyrrverandi formaður ÍF. Gerður að heiðursfélaga á Sambandsþingi ÍF 2017.