Helga Steinunn marserar inn með íslenska hópnum


Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ er komin til Ríó þar sem hún mun fylgjast með íslensku keppendunum á Paralympics.


Helga verður á meðal íslensku keppendanna í marseringunni í kvöld þegar opnunarhátíð Paralympics fer fram á Maracana-leikvanginum í Ríó de Janeiro á sjálfan þjóðhátíðardag Brasilíumanna.

RÚV2 verður með opnunarhátíðina í beinni útsendingu í kvöld kl. 21:10.