Fréttir
Íþróttasamband fatlaðra 38 ára í dag
Í dag fagnar Íþróttasamband fatlaðra 38 ára afmæli sínu en þann 17. maí árið 1979 var sambandið stofnað. Fyrsti formaður ÍF var Sigurður Magnússon. Á þessum tæpu fjórum áratugum hefur sambandið haft fjóra formenn en Ólafur Jensson tók við formennsku...
Hjörtur með nýtt heimsmet í 1500m skriðsundi!
Sundmaðurinn Hjörtur Már Ingvarsson, Fjörður, setti nýtt heimsmet í 1500m skriðsundi í flokki hreyfihamlaðra á Landsbankamótinu í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Hjörtur synti þá á 25.20,22 mín.
Svanfríður Birna Pétursdóttir í starfsnámi hjá ÍF
Undanfarnar 3 vikur hefur Svanfríður Birna Pétursdóttir, nemi í íþróttafræði í HR verið í starfsnámi hjá ÍF. Hún hefur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum, vann ýmis verkefni á skrifstofunni, heimsótti félög, fór á æfingar og á viðburði sem ÍF kom að. Svanfríður...
Heilsuleikskólinn Urðarhóll hlýtur YAP viðurkenningu og kynnir glæsilegan klifurvegg
Special Olympics á Íslandi veitti í dag Heilsuleikskólanum Urðarhóli YAP viðurkenningarskjal sem staðfestir formlegt samstarf vegna hreyfiþjálfunar ungra barna. Þetta er fyrsti leikskólinn á vegum sveitarfélaga sem hlýtur þessa viðurkenningu. Viðurkenningin var afhent í tengslum við kynningu á glæsilegum klifurvegg í...
Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu 2017
Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða haldnir sunnudaginn 21. maí á Þróttarvellinum. Leikarnir eru samstarfsverkefni KSÍ, Special Olympics á Íslandi og LETR á Íslandi.
Helgi á fimmta lengsta heimsmetið
Eins og áður hefur komið fram setti Helgi Sveinsson nýtt og glæsilegt heimsmet í flokki F42 í spjótkasti um liðna helgi þegar hann opnaði keppnistímabilið sitt í Rieti á Ítalíu.
Bikarmót ÍF í sundi 2017
Bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fer fram í Kópavogslaug sunnudaginn 28. maí næstkomandi en þar er keppt um hinn eftirsótta Blue Lagoon bikar.
Helgi bætti heimsmetið í Rieti
Nýtt heimsmet - 59.77m Spjótkastarinn Helgi Sveinsson úr Ármanni bætti á laugardag eigið heimsmet um 2.41 m á alþjóðlegu mótaraðamóti Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fór á Rieti á Ítalíu í dag. Áhorfendur á vellinum voru vel með á...
Fararstjóranámskeið
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir fararstjóranámskeiði í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal miðvikudaginn 10. maí og hefst námskeiðið kl. 17:00 og stendur til 19:00. Gústaf Adolf Hjaltason mun sjá um fræðsluna og veitir hann ýmsar gagnlegar upplýsingar til handa þeim fjölmörgu...
Tilboð fyrir Íslendinga - Útivistar og ævintýraferð til Winter Park 2018
Beth Fox Education and Outreach Director, NCSD bað ÍF að kanna áhuga á námskeiðum 2018. Leiðbeinendur frá NSCD aðstoða þátttakendur og dagskrá er fjölbreytt og skemmtileg. ÍF hefur átt mjög gott samtstarf við NSCD Winter Park. (National Sport Center for disabled) Þar...
Opna ítalska frjálsíþróttamótið
Spjótkastarinn Helgi Sveinsson er kominn til Ítalíu þar sem hann tekur þátt í opna ítalska meistaramótinu í frjálsum íþróttum. Mótið fer fram í borginni Rieti dagana 5. - 7. maí. Á mótinu keppa allir sterkustu frjálsíþróttamenn álfunnar en mótið er liður...
Íþróttaskóli YAP á Akureyri
Miðvikudaginn 3. maí 2017 var haldinn kynningardagur Young Athlete Project, YAP, á Akureyri. YAP er alþjóðlegt verkefni á vegum Special Olympics og markmiðið er að stuðla að því að öll börn fái nauðsynlega hreyfiþjálfun. Ókeypis aðgengi er að fræðsluefni og og byggt...
Róbert Ísak með nýtt Íslandsmet í Sheffield
Opna breska meistaramót fatlaðra í sundi, sem fór fram í Sheffield, lauk þann 30. apríl. Mótið var í öruggum höndum heimamanna í Sheffield og komust þau Róbert og Þórey vel frá sínu. Megin tilgangur ferðarinnar var að Róbert og Þórey...
73. Íþróttaþing ÍSÍ 5. - 6. maí
73. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið í Gullhömrum í Reykjavík 5. - 6. maí nk. Íþróttaþing ÍSÍ er æðsti vettvangur íslenskrar íþróttahreyfingar. Þingsetning verður föstudaginn 5. maí og hefst kl. 15:00. Fyrir þinginu liggur tillaga um kosningu þriggja nýrra Heiðursfélaga ÍSÍ, sem...
Landsbankamót ÍRB 12.-14. maí
Dagana 12.-14. maí næstkomandi verður Landsbankamót ÍRB í sundi haldið í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Mótið er með IPC-vottun.
Dagana 27. – 30. apríl 2017 stendur yfir opna Breska meistaramót fatlaðra í sundi í Sheffield
Tveir sundmenn munu keppa fyrir Íslands hönd og eru þeir mættir til Englands þar sem þeir munu einnig hljóta alþjóðlega flokkun. Sundmennirnir eru Róbert Ísak Jónsson og Þórey Ísafold Magnúsdóttir og með keppendunum fóru Tomas Hajek þjálfari og Kolbrún Sjöfn...
Hvað er INAS?
Fljótt svarað eru INAS heimssamtök íþróttamanna sem lifa við þroskahömlun. Á ensku stendur skammstöfunin INAS fyrir The International Federation for Inttellectual Disability Sport.
Átta ný Íslandsmet á ÍM50
Fimm Íslandsmet litu dagsins ljós á seinni keppnisdegi Íslandsmóts Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 50m laug en þar voru á ferðinni Már Gunnarsson sundmaður ÍRB/Nes úr Reykjanesbæ, Thelma B. Björnsdóttir úr ÍFR og Kristín Þorsteinsdóttir sundkona Ívars frá Ísafirði.
Þrjú ný Íslandsmet á fyrri keppnisdegi ÍM50
Fyrri keppnisdagurinn á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 50m laug var að ljúka en á þessum fyrri hluta voru sett þrjú ný Íslandsmet en þar voru á ferðinni Már Gunnarsson sundmaður ÍRB/Nes úr Reykjanesbæ og Kristín Þorsteinsdóttir sundkona Ívars...
Fylkir og Aðalheiður hlutu gullmerki ÍF
Lokahóf Íslandsmóta Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Gullhömrum í Grafarvogi sunnudagskvöldið 2. apríl. Við hófið voru þau Fylkir Þór Guðmundsson og Aðalheiður Gísladóttir frá Eik sæmd gullmerki Íþróttasambands fatlaðra.