Fréttir

Helgi og Jón heiðraðir af ÍBR

Kraftlyftingamaðurinn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson og sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir eru íþróttafólk Reykjavíkur árið 2015. Íþróttabandalag Reykjavíkur heiðraði alls tólf íþróttamenn við athöfn sína skömmu fyrir jól en þar fengu þeir Helgi Sveinsson frjálsíþróttamður úr Ármanni og Jón Margeir Sverrisson...

Hvati kominn á netið

Annað tölublað Hvata, tímarits Íþróttasambands fatlaðra, er nú komið á netið en þar kennir ýmissa grasa. Fjallað er um Special Olympics ævintýrið sem átti sér stað í Los Angeles síðastliðið sumar sem og heimsmeistaramótssumarið. Íþróttafólk ársins fær einnig að njóta...

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga 2016

Sunnudaginn 3. janúar 2016 fer Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra fram í Laugardalslaug. Keppt verður sem fyrr í 25m. laug. Upphitun hefst kl. 14:00 þar sem Skólahjómsveit Kópavogs leikur á meðan upphitun stendur. Keppni hefst kl. 15:00. Skráning fer fram á thor@lsretail.com með cc...

ÍFR-konurnar með sjö Íslandsmet í Póllandi

Sundkonurnar Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir eru nýkomnar heim frá Póllandi þar sem þær tóku þátt í Polish Winter Open mótinu. Sonja og Thelma sem báðar synda fyrir ÍFR komu heim með sjö ný Íslandsmet en þá var sundmaðurinn...

Ólafur hlaut Kærleikskúlu SLF

Afhending Kærleikskúlunnar fór fram í þrettánda sinn á Kjarvalsstöðum í vikunni. Kærleikskúla ársins ber heitið Landslag og er eftir Rögnu Róbertsdóttur. Að þessu sinni hlaut Ólafur Ólafsson formaður íþróttafélagsins Aspar Kærleikskúluna. Ólafur hefur verið starfandi formaður Asparinnar í yfir 30...

Helgi og Thelma íþróttafólk ársins 2015

Frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson, Ármanni, og sundkonan Thelma B. Björnsdóttir, ÍFR, voru í dag útnefnd íþróttamaður og íþróttakona ársins 2015 úr röðum fatlaðra. Kjörinu var lýst á Radisson Blu Hóteli Sögu. Þá hlaut Guðmundur Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður Hvataverðlaunin 2015.ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2015: THELMA...

Heilsuleikskólinn Háaleiti fékk fyrstu viðurkenninguna

Föstudaginn 20. nóvember var sögulegur viðburður hjá Special Olympics á Íslandi en þá var afhent fyrsta viðurkenningarskjalið vegna verkefnisins Young Athlete Project, YAP. Heilsuleikskólinn Háaleiti Ásbrú fékk viðurkenningu fyrir að innleiða verkefnið sem felur í sér markvissa hreyfiþjálfun barna með...

EM í lyftingum fatlaðra hefst á morgun

Um 230 íþróttamenn frá 44 löndum eru nú saman komnir í Ungverjalandi til þess að taka þátt í Evrópumeistaramót fatlaðra í lyftingum. Mótið fer fram í Eger í Ungverjalandi en keppni hefst á morgun. Áhugasamir geta fylgst með mótinu í...

Skylmingar fatlaðra á Íslandi - námskeið eftir áramót

Núna eftir áramót verður haldið námskeið í skylmingum fatlaðra með höggsverði í fyrsta sinn á Íslandi. Að námskeiðinu stendur Skylmingasamband Íslands og verður það haldið í Skylmingamiðstöðinni í Laugardal. Ingibjörg Laufey Guðlaugsdóttir mun sjá um kennslu námskeiðsins og hefur hún...

Kristín verðlaunuð fyrir bestu frammistöðuna á Ítalíu

Sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir frá Íþróttafélaginu Ívari á Ísafirði er væntanleg heim til Íslands í kvöld eftir magnaða frammistöðu á Evrópumeistaramóti DSISO (Down Syndrome International Swimming Organisation). Á lokahófi EM í gærkvöldi fékk Kristín viðurkenningu fyrir bestu frammistöðu mótsins í kjöri...

Jón með þrjú gull í Brasilíu

Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson er nýkominn heim frá Sao Paulo í Brasilíu ásamt Ragnari Friðbjarnarsyni þjálfara sínum en þar voru þeir félagar við keppni á Caixa Loterias mótinu sem fram fór dagana 6.-8. nóvember.Jón Margeir kom heim með þrenn gullverðlaun...

Kristín með tvö Evrópumet á Ítalíu

Down Syndrome International Open European Swimming ChampionshipsSundkonan Kristín Þorsteinsdóttir frá Ívari á Ísafirði er um þessar mundir stödd á Ítalíu þar sem Evrópumeistaramót DSISO fer fram en DSISO eru alþjóðleg sundsamtök einstaklinga með Downsheilkenni. Kristín hefur þegar sett tvö ný...

Fjölmennur Paralympic-dagur í frjálsíþróttahöllinni

Þann 31. október síðastliðinn stóð Íþróttasamband fatlaðra að Paralympic-deginum í fyrsta sinn. Um var að ræða stórskemmtilega kynningu á íþróttum fatlaðra á Íslandi. Íþróttanefndir ÍF, aðildarfélög ÍF og nokkrir af hagsmunahópum fatlaðra sem og samstarfsaðilar ÍF komu að kynningunni. ÍF...

Sex Íslandsmet á ÍM 25

Um síðastliðna helgi fór Íslandsmót ÍF í 25m laug fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Keppt var bæði laugardag og sunnudag og litu sex ný Íslandsmet dagsins ljós. Met helgarinnar:Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR - S6 og SB5200m fjórsund: 3.38,88 mín100m bringusund:...

Þrjú Íslandsmet á fyrri keppnisdegi ÍM 25

Fyrri keppnisdegi á ÍM 25 í Hafnarfirði er lokið og litu þrjú ný Íslandsmet dagsins ljós. Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, setti tvö ný met og Már Gunnarsson frá Nes setti eitt. Mótið heldur áfram í dag. Íslandsmetin í Ásvallalaug í...

Helgi með brons og heimsmeistaramótsmet

Spjótkastkeppninni var að ljúka á heimsmeistaramóti fatlaðra sem nú stendur yfir í Doha. Helgi Sveinsson, Ármann, hafnaði í 3. sæti en þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í sameiginlegum flokkum F42,43 og 44.Í fyrsta kasti setti Helgi heimsmeistaramótsmet...

Arnar Helgi lauk keppni í Doha með nýju Íslandsmeti

Arnar Helgi Lárusson hefur nú lokið keppni á heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum en í morgun keppti hann í 400m hjólastólakappakstri. Arnar Helgi setti nýtt Íslandsmet í greininni þegar hann kom í mark 1.05.77 mín. Ríkjandi Íslandsmet Arnars í greininni fyrir...

Góðir gestir frá Rúmeníu í heimsókn Íslandi

Vikuna 20. – 25. október voru staddir á landinu góðir gestir frá Rúmeníu. Þetta eru þrír fulltrúar frá Special Olympics í Rúmeníu, Roxana Ossian, Corina Radu, Viorel Mocanu  og 3 prófessorar frá Háskólum í Búkarest og Targovista, Aura Boda, Gabriel...

Arnar Helgi setti nýtt Íslandsmet í Doha

Hjólastólakappakstursmaðurinn Arnar Helgi Lárusson, UMFN, setti í dag nýtt Íslandsmet í 200m race á Heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum sem nú stendur yfir í Doha í Katar. Arnar kom í mark á tímanum 32,77 sek. en gildandi met hans fyrir...