Fréttir
Íslandsmót ÍF í sundi 8. og 9. apríl
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 50m. laug fer fram í Laugardalslaug dagana 8.-9. apríl næstkomandi. Synt verður á milli mótshluta hjá Sundsambandi Íslands á ÍM50.
Tímaseðill Íslandsmóta ÍF 2017
Tímaseðill Íslandsmóta ÍF í sveitakeppni í boccia, lyftingum, borðtennis, áhaldafimleikum og nútímafimleikum 1.-2. apríl 2017: Laugardalshöll, Íþróttahús ÍFR og TBR-húsið
Ávarp Sveins Áka fráfarandi formanns á Sambandsþingi ÍF 2017
Varaforseti ÍSÍ, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, formaður ITR, heiðursfélagi ÍF, Ólafur Þór Jónsson, samstarfsaðilar, ágætu þingfulltrúar, gestir og vinir.
Vetrarleikum SO 2017 lokið
Alþjóðavetrarleikar Special Olympics sem hófust 18. mars lauk með lokahátíð 25. mars. Nína Margrét Ingimundardóttir og Júlíus Pálsson voru fyrstu Íslendingarnir til að keppa í parakeppni, karla og kvenna en þau kepptu einnig í einstaklingskeppni, level 2.
Heiðursmerkjahafar á sambandsþingi ÍF 2018
Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra fór fram á Radisson Blu Hóteli Sögu um síðastliðina helgi. Við þingið lét Sveinn Áki Lúðvíksson af störfum sem formaður ÍF frá 1996 og við starfanum tók Þórður Árni Hjaltested.
Þórður Árni nýr formaður Íþróttasambands fatlaðra
Sveinn Áki hlaut æðsta heiðursmerki ÍF og varð heiðursfélagi sambandsins Þórður Árni Hjaltested var í dag kjörinn nýr formaður Íþróttasambands fatlaðra á 18. Sambandsþingi ÍF sem fram fór á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík. Við þingsetningu var Sveinn Áki sæmdur...
Sveinn Áki heiðursfélagi ÍF
Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra var sett á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík í dag þar sem fráfarandi formaður ÍF, Sveinn Áki Lúðvíksson, var gerður að heiðursfélaga ÍF. Með því er Sveinn Áki aðeins annar núlifandi heiðursfélagi sambandsins ásamt Ólafi Þór...
Sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra á Laugarvatni 2017
Umsóknareyðublað fyrir Sumarbúðir ÍF á Laugarvatni vikurnar 16. - 23. júní og 23. - 30. júní 2017 er nú aðgengilegt hér.
Sambandsþing ÍF 24.-25. mars
Laugardaginn 25. mars hefst 18. Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra. Þingið fer fram að Radisson Blu Hóteli Sögu og verður sett stundvíslega laugardaginn 25. mars kl. 09:30. Í kvöld fer fram afhending þinggagna en nánari dagskrá má sjá hér að neðan.
Tímaseðill Íslandsmóta ÍF í sveitakeppni í boccia, lyftingum og borðtennis
Hér koma drög að tímaseðli fyrir Íslandsmót ÍF dagana 1.-2. apríl næstkomandi. 1.-2. apríl 2017: Laugardalshöll, Íþróttahús ÍFR og TBR-húsið
Thelma setti tvö ný Íslandsmet í Kaupmannahöfn
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík sendi þrjá sundmenn á World Paraswimming mótaröðina sem fram fór í Kaupmannahöfn dagana 10.-12. mars síðastliðinn. Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir setti tvö ný Íslandsmet á mótinu en Vignir Gunnar Hauksson og Sonja Sigurðardóttir tóku einnig þátt. Thelma...
Tennisnámskeið fyrir börn með sérþarfir
Tennisfélag Kópavogs skipuleggur tennisnámskeið fyrir börn og unglinga með sérþarfir. Námskeiðið hefst 18.mars og er til 27.maí og er á laugardögum kl. 15:30-16:30 í Tennishöllinni Dalsmára 13, 201 Kópavogi. Gert er ráð fyrir að hvert barn sem þarf á liðveislu...
Alþjóðaleikar Special Olympics 2017
Íslenski hópurinn tekur sig vel út í lopapeysum frá Handprjónasambandi Íslands. Þau hittu í gær lögreglumennina sem taka þátt í LETR í Austurríki. Glæsilegir fulltrúar Íslands.
Forsetastjarna ÍF afhent í þriðja sinn
Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra afhenti í gær Hr. Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands forsetastjörnu Íþróttasambands fatlaðra. Afhendingin fór fram að Bessastöðum í blíðskaparviðri og við tækifærið þakkaði forsetinn kærlega fyrir sig og minntist þess að hans fyrsta embættisverk...
Fimm Íslandsmet á Gullmóti KR
Gullmót KR í sundi fór fram í Laugardalslaug 3. og 4. febrúar síðastliðinn þar sem fimm ný Íslandsmet litu dagsins ljós. Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, setti þrjú metanna á mótinu. Þá setti Sandra Sif Gunnarsdóttir, ÍFR, einnig eitt met og...
Tólf Íslandsmet á Íslandsmóti ÍF innanhúss
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum innanhús fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 18.-19. febrúar síðastliðinn. Alls litu 12 ný Íslandsmet dagsins ljós og þá varð Eik Íslandsmeistari félaga og hlaut fyrir vikið veglegan farandbikar.
Skautasýning keppenda á Vetrarleikum SO
Sakautasýning keppenda Íslands á vetrarleikum Special Olympics 2017 fer fram í Skautahöllinni í Laugardal þann 4. mars næstkomandi kl. 18.15.
Cintamani styrkir keppnishóp Íslands vegna heimsleika Special Olympics 2017
Keppendur undirbúa sig af kappi fyrir heimsleikana
Hilmar náði sjöunda sæti seinni keppnisdaginn
Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson hefur nú lokið keppni í stórsvigi á Europa Cup sem fram fór í Kranskja Gora í Slóveníu. Um var að ræða tvo keppnisdaga í stórsvigi en fyrri daginn skíðaði Hilmar úr braut í seinni ferðinni.
Már Gunnarsson öflugur í Malmö
Malmö Open fór fram í Svíþjóð um síðastliðna helgi þar sem sundmaðurinn Már Gunnarsson, NES/ÍRB, fór mikinn og setti fimm ný Íslandsmet í flokki blindra/sjónskertra. Már syndir í flokki S12 og tókst honum ytra að hreppa eitt met úr ranni...