Kristinn Jónasson körfuboltaþjálfari að skapa ný tækifæri fyrir börn með sérþarfir


TIL HAMINGJU KÖRFUBOLTADEILD HAUKA 

Þjálfarar eru í lykilhlutverki þegar þróun nýrra greina fer í farveg hjá IF og Special Olympics á Íslandi. Það var gæfuspor að fá Kristinn Jónasson á fund hjá IF síðasta vetur þar sem rætt var mögulegt samstarf við að koma á fót körfuboltaæfingum fyrir börn, en körfubolti er orðinn gífurlega vinsæl grein á leikum Special Olympics, ekki síst "unified basketball" sem byggir á æfingum og keppni blandaðra liða, fatlaðra og ófatlaðra t.d. systkini og vinir sem þar taka þátt 

Alþjóðakörfuboltasambandið,  FIBA, hefur verið í áralöngu samstarfi við SOI, alþjóðasamtök Special Olympics og nú er mikil áhersla á körfubolta fyrir börn ,,mini basket" auk "unified"  Kristinn Jónasson fór sem fulltrúi Íslands á fund Special Olympics í Portúgal í vor, þar sem verkefnið var kynnt og hefur í kjölfarið unnið að því að setja á fót körfuboltaæfingar hjá Haukum í Hafnarfirði.  

Æfingar verða kl. 10.-11.á sunnudagsmorgnum í Ólafssal, en það er sérstaklega skemmtilegt, þar sem Ólafur Rafnsson, fyrrum forseti ISI var sérlegur vinur okkar hjá IF og einn af frumkvöðlum hjólastólakörfubolta á Íslandi. Á myndinni er glæsilegur hópur glaður og sæll eftir fyrstu æfinguna,  börn með sérþarfir og systkini þeirra ásamt þjálfara sínum.  Fólk er hvatt til að mæta í Haukahúsið og kynna sér þetta skemmtilega og spennandi verkefni.