Fréttir

Íslandsmót ÍF í einstaklingskeppni í boccia 13.-14. október

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í einstaklingskeppni í boccia fer fram á Húsavík dagana 13.-14. október næstkomandi. Skráningargögn vegna mótsins hafa þegar verið sendi til allra aðildarfélaga ÍF en þá er vanhagar um skráningargögn geta haft samband á if@ifsport.is

Þorsteinn féll út í fyrstu umferð

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson er úr leik á heimsmeistaramóti fatlaðra sem nú stendur yfir í Peking í Kína. Þorsteinn skoraði 608 stig í morgun í svokallaðri „ranking“ keppni sem raðar mönnum inn í útsláttarkeppnina.

Þorsteinn mættur á HM í Peking

Heimsmeistaramót fatlaðra í bogfimi fer fram í höfuðborg Kína, Peking, dagana 12.-17. september næstkomandi. Ísland teflir fram einum keppanda á mótinu en það er bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórssón.

Andrew Parsons kjörinn forseti Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC)

Átjánda Aðalfundi Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra er nýlokið en fundurinn fór fram í Abu Dahbi. Bar þar helst til tíðinda að Brasilíumaðurinn Andrew Parsons var kjörinn forseti hreyfingarinnar. Parsons tekur við af Sir Philip Craven sem gegnt hefur formannsembættinu síðustu tvo...

Fótbolti án aðgreiningar / Football without restrictions Alþjóðlegt knattspyrnumót

16. september nk. fer fram alþjóðlegt knattspyrnumót í Egilshöll sem ber yfirskriftina Fótbolti án aðgreiningar / Football without restrictions en keppendur eru bæði fatlaðir og ófatlaðir. Íþróttafélagið Ösp og Knattspyrnusamband Íslands stýra undirbúningi og skipulagi mótsins í samstarfi við ÍF og...

Íslensk Getspá og Íþróttasamband fatlaðra endurnýja samstarfssamning sinn

Nýlega endurnýjuðu Íslensk Getspá og Íþróttasamband fatlaðra samstarfssamning varðandi stuðning fyrirtækisins við starfsemi ÍF og er samingurinn til tveggjá ára.

Fulltrúar Special Olympics á Íslandi fagna kjöri nýs varaformanns alþjóðalionshreyfingarinnar

Alþjóðalionshreyfingin hefur verið mikilvægur stuðningsaðili alþjóðasamtaka Special Olympics, ekki síst vegna verkefnisins Healthy Athletes.  Í dag föstudaginn 25. ágúst hittu fulltrúar Special Olympics á Íslandi, nýkjörinn varaforseta alþjóðalionshreyfingarinnar, Guðrúnu Björt Yngvadóttir. Hún mun á næsta ári verða kjörinn forseti alþjóðahreyfingar...

Thelma setti fjögur Íslandsmet í Berlín

Fyrr í sumar átti sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, virkilega gott mót á Berlín Open í sundi en þar setti hún fjögur ný Íslandsmet.

Fannar Logi landaði bronsi á heimsmeistaramóti ungmenna!

Heimsmeistaramót fatlaðra ungmenna í frjálsum íþróttum stendur nú yfir í Nottwil í Sviss þar sem Ísland teflir fram fjórum keppendum. Í gær var fyrsti keppnisdagur þar sem Eikar-maðurinn Fannar Logi Jóhannesson landaði bronsi í langstökki þroskahamlaðra keppenda (F20). Fannar bætti...

Helgi með silfur í London!

Helgi Sveinsson hafnaði í dag í 2. sæti í spjótkasti á heimsmeistaramóti fatlaðra sem nú stendur yfir í London. Helgi kastaði lengst 56,74 metra sem dugði honum fyrir silfrinu.

Komið að stóru stundinni!

Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum stendur nú sem hæst á Ólympíuleikvanginum í London. Í kvöld er komið að stóru stundinni þegar Ármenningurinn Helgi Sveinsson mætir til spjótkastkeppninnar í flokki F42-44. Helgi keppir í þremur sameinuðum flokkum aflimaðra og þeirra með...

Helgi á leið til London á nýjan leik!

Spjótkastarinn Helgi Sveinsson hélt í morgun af stað á heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum sem fram fer á Ólympíuleikvanginum í London. Spjótkastkeppnin hjá Helga fer fram þann 18. júlí næstkomandi. Helgi snýr þar með aftur til London en hann keppti þar...

Eik með yfirburðasigur á Selfossi

Íslandsmót ÍF utanhúss í frjálsum íþróttum fór fram á Selfossi um helgina en mótið var haldið samhliða meistaramóti Frjálsíþróttasambands Íslands. Íþróttafélagið Eik frá Akureyri hafði öruggan sigur í stigakeppninni þar sem Kristófer Fannar Sigmarsson vann til sjö gullverðlauna, eitt silfur...

Íslandsmót ÍF í frjálsum á Selfossi 8. og 9. júlí

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fer fram á Selfossi dagana 8. og 9. júlí næstkomandi. Samkvæmt veðurspám má gera ráð fyrir góðum skilyrðum við mótið. Íslandsmót ÍF fer fram samhliða meistaramóti frjálsíþróttasambands Íslands.

Patrekur og Hulda með ný Íslandsmet í frjálsum

Frjálsíþróttafólkið Hulda Sigurjónsdóttir frá Suðra og Patrekur Andrés Axelsson frá Ármanni settu nýverið ný Íslandsmet í frjálsum þegar þau kepptu á Héraðsmóti fullorðinna hjá HSK sem fram fór á Selfossi dagana 27. og 28. júní síðastliðinn.

Sex íslenskir keppendur á HM þetta árið

Þetta árið eru það heimsmeistaramótin sem eru hvað fyrirferðamest í afreksstarfi ÍF. Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum er núna 14.-23. júlí í London en heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í Mexíkóborg 29. september-7. október. Þá fer heimsmeistaramótið í bogfimi fram...

Heilsuleikskólinn Garðasel Akranesi tekur þátt í YAP verkefninu

Innleiðing YAP verkefnisins heldur áfram en fyrsti leikskólinn á Vesturlandi til að fá kynningu á YAP var Heilsuleikskólinn Garðasel, Akranesi. Þar hefur í áratugi verið unnið mjög markvisst starf á sviði hreyfifærni og stefnt er að því að leikskólinn hafi...

Árlegt púttmót til minningar um Hörð Barðdal

Minningarmót Harðar Barðdal er haldið árlega á púttvelli Keilis við Hraunkot. Hörður Barðdal var einn af frumkvöðlum íþrótta fatlaðra á Íslandi og hann vann markvisst að því að skapa tækfæri til að auka þátttöku fatlaðra í golfíþróttinni.

Þrjú ný Íslandsmet í Berlín!

Fjórir frjálsíþróttamenn tóku þátt á Berlín Grand Prix mótinu í Þýskalandi um helgina en þetta voru þau Helgi Sveinsson, Patrekur Andrés Axelsson, Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Hulda Sigurjónsdóttir. Þrjú ný Íslandsmet litu dagsins ljós.

Þakkarskjöl afhent vegna alþjóðaleika Special Olympics 2017

Þakkarskjöl voru afhent nokkrum aðilum í gær vegna alþjóðavetrarleika Special Olympics 2017.Íslandsbanki Cintamani og Handprjónasambandið fengu afhent þakkarskjöl en Helga Olsen fararstjóri og skautaþjálfari aðstoðaði Önnu K Vilhjálmsdóttur við afhendingu skjalanna. Móttökur voru mjög góðar og allir glaðir með þessa viðurkenningu. ...