Fréttir

Íþróttasamband fatlaðra þakkar Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ áralangt gott samstarf

Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ þakkað gott samstarf við ÍF og Special Olympics á Íslandi  

Þær stukku út í djúpu laugina, ævintýraferð til Winter Park

Ferð til NSCD Winter Park, ævintýra og útivistarferð fyrir ungar hreyfihamlaðar konur

Íslandsmót ÍF í frjálsum 18. og 19. febrúar

Rétt eins og á síðasta ári fer Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss fram samhliða Meistaramóti Íslands. Mótið fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal dagana 18. og 19. febrúar næstkomandi.

Drög að dagskrá 18. Sambandsþings ÍF

Radisson Blu, Hótel Saga (Reykjavík) 24.-25. mars   18. Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra fer fram á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík laugardaginn 25. mars næstkomandi. Þingboðanir og önnur gögn hafa þegar verið send aðildarfélögum ÍF og héraðssamböndum.

Íþróttaskóli ÍFR hefst 11. febrúar

Íþróttaskóli ÍFR hefst laugardaginn 11. febr. 2017  í íþróttahúsi ÍFR Hátúni 14. Kennt verður á laugardögum frá kl.11.00 til 11.50. Lögð er áhersla á þátttöku barna með hreyfihömlun á aldrinum 4 -10 ára.

Námskeið um fyrirbyggjandi þjálfun, sérhæfða upphitun og hraðaþjálfun

Dagana 4. og 5. febrúar mun Sebastian Boxleitner, fitness þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, halda námskeið hér á landi um fyrirbyggjandi þjálfun, sérhæfða upphitun og hraðaþjálfun knattspyrnumanna. Námskeiðið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.

Jóhann hefur lokið keppni á HM

Skíðamaðurinn Jóhann Þór Hólmgrímsson hefur lokið þátttöku sinni á heimsmeistaramóti fatlaðra í alpagreinum en mótið fór fram í Tarvisio á Ítalíu. Jóhann keppti í fjórum greinum og lauk þátttöku í tveimur þeirra.

Jóhann keppir í dag - lauk ekki keppni á laugardag

Skíðamaðurinn Jóhann Þór Hólmgrímsson frá Akri á Akureyri hefur lokið við tvær greinar á HM í alpagreinum fatlaðra sem fram fer í Tarvisio á Ítalíu. Á laugardag keppti hann í Super-Combined og lauk ekki keppni en alls 16 skíðamenn náðu...

Jóhann hafnaði í 21. sæti í Super-G

„Nálgast þessa kalla hratt“ Fyrsta keppnisdegi Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar á HM í alpagreinum á Ítalíu lauk í gær. Jóhann hafnaði í 21. sæti í Super-G keppninni á 1:15,65 mín. Jóhann varð í 21. sæti af 22. keppendum sem luku keppninni en...

Einar í Sportþættinum mánudagskvöld

Einar Bjarnason var í viðtali í gær hjá Gesti frá Hæli í Sportþættinum mánudagskvöld á útvarpsstöðinni Suðurland FM. Einar er þjálfari Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar en þeir félagar eru núna úti á Ítalíu í lokaundirbúningi fyrir HM í alpagreinum fatlaðra en...

Jóhann byrjaður að undirbúa sig á Ítalíu

Skíðamaðurinn Jóhann Þór Hólmgrímsson er mættur til Tarvisio á Ítalíu þar sem Heimsmeistaramót IPC í skíðaíþróttum fatlaðra fer fram næstu daga. Jóhann er nýkominn til Ítalíu en þar á undan varði hann nokkrum dögum í Noregi við æfingar fyrir mótið.  ...

Jón Margeir íþróttamaður Kópavogs 2016

Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Ösp/Fjölni og Svana Katla Þorsteinsdóttir karatekona úr Breiðabliki voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2016. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Íþróttamiðstöðinni Versölum 7. janúar. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt...

Thelma með þrjú ný Íslandsmet í upphafi árs

Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir setti þrjú ný Íslandsmet á meistaramóti Reykjavíkur í sundi um síðustu helgi. Mótið fór fram í Laugardalslaug í 25m vegalengd. Metin komu í 200m bringusundi, 50m bringusundi og 100m bringusundi en þetta eru fyrstu Íslandsmet ársins...

Nýárssundmót ÍF á þremur mínútum

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í Laugardalslaug þann 8. janúar síðastliðinn. Hér að neðan er hægt að sjá brot af því besta í ríflega þriggja mínútna myndbandi sem Karl West Karlsson setti saman fyrir Íþróttasamband fatlaðra. 

Svipmyndir af sigurvegaranum

Róbert Ísak Jónsson (S14) er sigurvegari Nýárssundmóts ÍF 2017 eins og greint var frá í gær. Karl West Karlsson var í Laugardal og tók saman flott myndband af sigurvegaranum.

Heimsmeistaramót setja svip sinn á árið 2017

Árið í ár hjá afreksíþróttafólki úr röðum fatlaðra mun einkennast af heimsmeistaramótum. Árið 2017 fara fram heimsmeistaramót í frjálsum, sundi og bogfimi. Fjöldi íslenskra afreksmanna mun því framan af ári freista þess að tryggja sér lágmörk inn á þessi mót.    

Róbert Ísak vann Sjómannabikarinn annað árið í röð

Nýárssundmóti fatlaðra barna og unglinga lauk í Laugardalslaug í dag þar sem Fjarðarliðinn Róbert Ísak Jónsson (S14-þroskahamlaðir) vann Sjómannabikarinn annað árið í röð fyrir besta sundafrek mótsins. Þetta er í níunda sinn á 34 árum sem sundmaður frá Firði í...

Helgi án stiga í kjöri Íþróttamanns ársins

Stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra lýsa yfir vonbrigðum sínum á þeirri staðreynd að Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson hafi ekki hlotið eitt einasta stig í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2016.

150 milljónum veitt úr Afrekssjóði ÍSÍ

Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti þann 8. desember síðastliðinn tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2017. Í ár munu styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema samtals rúmlega 150 milljónum króna en þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSÍ.

Guðni þriðji forsetinn sem heiðrar Nýársmótið með nærveru sinni

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fer fram í Laugardalslaug þann 8. janúar næstkomandi. Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands verður heiðursgestur Íþróttasambands fatlaðra við mótið.