Fréttir

Íslandsmót ÍF í frjálsum 18. og 19. febrúar

Rétt eins og á síðasta ári fer Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss fram samhliða Meistaramóti Íslands. Mótið fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal dagana 18. og 19. febrúar næstkomandi.

Drög að dagskrá 18. Sambandsþings ÍF

Radisson Blu, Hótel Saga (Reykjavík) 24.-25. mars   18. Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra fer fram á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík laugardaginn 25. mars næstkomandi. Þingboðanir og önnur gögn hafa þegar verið send aðildarfélögum ÍF og héraðssamböndum.

Íþróttaskóli ÍFR hefst 11. febrúar

Íþróttaskóli ÍFR hefst laugardaginn 11. febr. 2017  í íþróttahúsi ÍFR Hátúni 14. Kennt verður á laugardögum frá kl.11.00 til 11.50. Lögð er áhersla á þátttöku barna með hreyfihömlun á aldrinum 4 -10 ára.

Námskeið um fyrirbyggjandi þjálfun, sérhæfða upphitun og hraðaþjálfun

Dagana 4. og 5. febrúar mun Sebastian Boxleitner, fitness þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, halda námskeið hér á landi um fyrirbyggjandi þjálfun, sérhæfða upphitun og hraðaþjálfun knattspyrnumanna. Námskeiðið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.

Jóhann hefur lokið keppni á HM

Skíðamaðurinn Jóhann Þór Hólmgrímsson hefur lokið þátttöku sinni á heimsmeistaramóti fatlaðra í alpagreinum en mótið fór fram í Tarvisio á Ítalíu. Jóhann keppti í fjórum greinum og lauk þátttöku í tveimur þeirra.

Jóhann keppir í dag - lauk ekki keppni á laugardag

Skíðamaðurinn Jóhann Þór Hólmgrímsson frá Akri á Akureyri hefur lokið við tvær greinar á HM í alpagreinum fatlaðra sem fram fer í Tarvisio á Ítalíu. Á laugardag keppti hann í Super-Combined og lauk ekki keppni en alls 16 skíðamenn náðu...

Jóhann hafnaði í 21. sæti í Super-G

„Nálgast þessa kalla hratt“ Fyrsta keppnisdegi Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar á HM í alpagreinum á Ítalíu lauk í gær. Jóhann hafnaði í 21. sæti í Super-G keppninni á 1:15,65 mín. Jóhann varð í 21. sæti af 22. keppendum sem luku keppninni en...

Einar í Sportþættinum mánudagskvöld

Einar Bjarnason var í viðtali í gær hjá Gesti frá Hæli í Sportþættinum mánudagskvöld á útvarpsstöðinni Suðurland FM. Einar er þjálfari Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar en þeir félagar eru núna úti á Ítalíu í lokaundirbúningi fyrir HM í alpagreinum fatlaðra en...

Jóhann byrjaður að undirbúa sig á Ítalíu

Skíðamaðurinn Jóhann Þór Hólmgrímsson er mættur til Tarvisio á Ítalíu þar sem Heimsmeistaramót IPC í skíðaíþróttum fatlaðra fer fram næstu daga. Jóhann er nýkominn til Ítalíu en þar á undan varði hann nokkrum dögum í Noregi við æfingar fyrir mótið.  ...

Jón Margeir íþróttamaður Kópavogs 2016

Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Ösp/Fjölni og Svana Katla Þorsteinsdóttir karatekona úr Breiðabliki voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2016. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Íþróttamiðstöðinni Versölum 7. janúar. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt...

Thelma með þrjú ný Íslandsmet í upphafi árs

Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir setti þrjú ný Íslandsmet á meistaramóti Reykjavíkur í sundi um síðustu helgi. Mótið fór fram í Laugardalslaug í 25m vegalengd. Metin komu í 200m bringusundi, 50m bringusundi og 100m bringusundi en þetta eru fyrstu Íslandsmet ársins...

Nýárssundmót ÍF á þremur mínútum

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í Laugardalslaug þann 8. janúar síðastliðinn. Hér að neðan er hægt að sjá brot af því besta í ríflega þriggja mínútna myndbandi sem Karl West Karlsson setti saman fyrir Íþróttasamband fatlaðra. 

Svipmyndir af sigurvegaranum

Róbert Ísak Jónsson (S14) er sigurvegari Nýárssundmóts ÍF 2017 eins og greint var frá í gær. Karl West Karlsson var í Laugardal og tók saman flott myndband af sigurvegaranum.

Heimsmeistaramót setja svip sinn á árið 2017

Árið í ár hjá afreksíþróttafólki úr röðum fatlaðra mun einkennast af heimsmeistaramótum. Árið 2017 fara fram heimsmeistaramót í frjálsum, sundi og bogfimi. Fjöldi íslenskra afreksmanna mun því framan af ári freista þess að tryggja sér lágmörk inn á þessi mót.    

Róbert Ísak vann Sjómannabikarinn annað árið í röð

Nýárssundmóti fatlaðra barna og unglinga lauk í Laugardalslaug í dag þar sem Fjarðarliðinn Róbert Ísak Jónsson (S14-þroskahamlaðir) vann Sjómannabikarinn annað árið í röð fyrir besta sundafrek mótsins. Þetta er í níunda sinn á 34 árum sem sundmaður frá Firði í...

Helgi án stiga í kjöri Íþróttamanns ársins

Stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra lýsa yfir vonbrigðum sínum á þeirri staðreynd að Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson hafi ekki hlotið eitt einasta stig í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2016.

150 milljónum veitt úr Afrekssjóði ÍSÍ

Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti þann 8. desember síðastliðinn tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2017. Í ár munu styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema samtals rúmlega 150 milljónum króna en þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSÍ.

Guðni þriðji forsetinn sem heiðrar Nýársmótið með nærveru sinni

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fer fram í Laugardalslaug þann 8. janúar næstkomandi. Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands verður heiðursgestur Íþróttasambands fatlaðra við mótið.

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga 8. janúar

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fer fram í Laugardalslaug í Reykjavík sunnudaginn 8. janúar næstkomandi. Gjaldgengir eru sundmenn úr röðum fatlaðra sem verða 17 ára á árinu og yngri. Búist er við um 70 þátttakendum í mótið og venju samkvæmt...

Hvati 2.tbl kominn á heimasíðuna

Annað tölublað Hvata, tímarits Íþróttasambands fatlaðra, er komið á heimasíðu ÍF. Tölublaðið má nálgast hér sem og önnur eldri tölublöð.