Afreksstefna ÍF 2013-2021

Afreksstefna ÍF 2013 – 2021


Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hefur um árabil verið í fremstu röð þeirra sérsambanda ÍSÍ sem náð hafa góðum árangri á alþjóðavísu meðal annars vegna þess að markmiðin hafa alltaf verið skýr og mikill metnaður í öllu starfi ÍF. Jafnt afreksstarfi sem og unglinga- og barnastarfi.


Undanfarin ár hafa verið miklar framfarir í íþróttum fatlaðra í öllum heiminum og samkeppnin aukist til muna með aukinni þátttöku fleiri þjóða. Til að skerpa á markmiðum ÍF hefur afreksstefnan verið gerð skýrari og einfaldari og á hún nú að ná yfir allar íþróttagreinar stundaðar innan ÍF.


Hafa þarf í huga að afreksíþróttir krefjast oft og tíðum töluverða fórna, bæði frá íþróttamönnunum sjálfum og einnig nærumhverfi þeirra.Afreksíþróttamaður getur aldrei staðið einn, hann þarf stuðning ÍF, félags síns, þjálfara síns, öðrum stoðþjónustuaðilum og síðast en ekki síst fjölskyldu sinni.


Markmið afreksstefnu ÍF 2013-2021


Að ÍF hafi ávallt á að skipa einstaklingum eða liðum, sem standast kröfur til keppni á alþjóðlegum mótum í sínum íþróttagreinum.Í því felst:


2.1 að íþróttamenn/lið ÍF vinni til verðlaunaá Evrópu- Heimsmeistara- og Ólympíumótum


2.2 að íþróttamenn/lið ÍF keppi í úrslitum á Evrópu- Heimsmeistara- og Ólympíumótum


2.3 að íþróttamenn/lið ÍF komist inn á Evrópu- Heimsmeistara- og Ólympíumót


Skipan afreksflokka 2013 - 2021


Afreksstefna ÍF byggir á þremur flokkum sem hafa mismunandi skyldur, kröfur og réttindi eftir því hversu langt þeir eru komnir í átt að því að vera afreksíþróttamaður:


3.1A-flokkur => afrekshópur(sbr. lið 2.1)


3.2B-flokkur => íþróttamenn í færi við að komast í úrslit á stórmótum (sbr. lið 2.2)


3.3 C-flokkur => íþróttamenn sem hafa keppnisrétt á stórmótum (sbr. Lið 2.3)

 

Það er svo á ábyrgð hverrar íþróttanefndar ÍF að skipuleggja starf sitt með tilliti til þess að eiga á hverjum tíma sem flesta einstaklinga í afrekshópum ÍF.


Almenna reglan er sú að ÍF sendir einungis keppendur í flokkum A, B og C til keppni og/eða æfinga erlendis, jafnframt að standa undir hluta eða alls kostnaðar sem af því hlýst.Það er þó alltaf á valdi stjórnar ÍF að ákveða endanlegan hóp þátttakenda í hvert verkefni fyrir sig.


Stjórn ÍF áskilur sér rétt til að kalla eftir upplýsingum um æfingar og framþróun einstaklinga/liða í keppnishópum ÍF.

 

Nánari útlistun á hópunum:


4.1A-hópur = Afrekshópur(Íþróttamenn/lið ÍF vinni til verðlaunaá Evrópu-, Heimsmeistara- og Ólympíumótum)


4.1.1 Greinin - íþróttin


Íþróttir og greinar sem hægt er að stunda til að eiga möguleika á að vera í A-hóp:

http://paralympic.org/Sports/Summer og http://paralympic.org/Sports/Winter


Greinar sem keppt er í til verðlauna á Paralympics, HM og EM geta verið breytilegar frá móti til móts, en það eru ávallt aðeins verðlaungreinar á þessum mótum sem koma til greina.


4.1.2Staða á heimslistum


Til að vera í A-flokki þurfa íþróttamenn/íþróttalið að vera nr. 1 – 6 á styrkleikalistum IPC fyrir viðkomandi grein sem keppt er í til verðlauna. Á Paralympic og HM árum gildir heimslistinn en á EM ári (12 mánuðum fyrr) gildir styrkleikalisti Evrópu.


4.1.3Ástundun og markmið:


Til að geta talist afreksíþróttamaður og þar af leiðandi að vera í A-flokk ÍF eru til alþjóðleg viðmið sem eru svipuð fyrir allar íþróttir og eru þær lítið öðruvísi hjá fötluðum íþróttamönnum en þeim ófötluðu.Einnig þurfa að liggja fyrir skýr markmið um hvernig viðkomandi íþróttmenn ætli að ná lengra í sinni íþrótt.Þessi markmið þurfa að vera unnin af íþróttamanninum, þjálfara hans og landsliðsþjálfara viðkomandi greinar.Markmiðin þurf að liggja fyrir áður en samþykkt er að viðkomandi íþróttamaður/lið fara í A-flokk ÍF (sjá viðauka 1).


Ef íþróttamenn komast mjög ungir á lista yfir 6 bestu íþróttamenn í sinni grein er ekki hægt að ætlast til að þeir auki æfingamagn sitt óhóflega hratt og mikið en fyrir þarf að liggja áætlun til nokkurra missera um hvernig þessum viðmiðunar æfingastundum skuli ná.


4.1.4 Viðhorf


Til að íþróttamenn geti talist til A-flokks ÍF þurfa þeir að sýna skýrt fram á að þeir æfi /vinni í samræmi við þau viðhorf sem afreksíþróttamenn þurfa almennt að temja sér. Til að skýra þetta frekar leggur ÍF fram leiðbeinandi viðhorf fyrir Íþróttamenn sína í A-flokki (sjá viðauka 2).


4.1.5. Flokkun


Til að geta verið í A- flokki þarf íþróttamaðurinn að vera með viðurkennda alþjóðlega flokkun (sjá viðauka 3).


4.2B-hópur: Íþróttamenn sem eiga færi á að komast inn í úrslit á Evrópu-, Heimsmeistara- og Ólympíumótum


4.2.1 Greinin - íþróttin


Íþróttir og greinar sem hægt er að stunda til að eiga möguleika á að vera í B-hóp:

http://paralympic.org/Sports/Summer og http://paralympic.org/Sports/Winter


Greinar sem keppt er í til verðlauna á Paralympics, HM og EM geta verið breytilegar frá móti til móts, en það eru ávalt aðeins verðlaungreinar á þessum mótum sem koma til greina.


4.2.2Staða á heimslistum


Til að vera í B-flokki þurfa íþróttamenn/íþróttalið að vera nr. 7 - 14 á styrkleikalistum IPC og efri hluta listans fyrir viðkomandi grein sem keppt er í til verðlauna. Á Paralympic og HM árum gildir heimslistinn en á EM ári (12 mánuðum fyrr) gildir styrkleikalisti Evrópu.


4.2.3Ástundun og markmið:


Til að geta talist afreksíþróttamaður og þar af leiðandi að vera í B-flokk ÍF eru til alþjóðleg viðmið sem eru svipuð fyrir allar íþróttir og eru þær lítið öðruvísi hjá fötluðum íþróttamönnum en þeim ófötluðu.Einnig þurfa að liggja fyrir skýr markmið um hvernig viðkomandi íþróttmenn ætli að ná lengra í sinni íþrótt.Þessi markmið þurfa að vera unnin af íþróttamanninum, þjálfara hans og landsliðsþjálfara viðkomandi greinar.Markmiðin þurf að liggja fyrir áður en samþykkt er að viðkomandi íþróttamaður/lið fara í B-flokk ÍF (sjá viðauka 1)


Ef íþróttamenn komast mjög ungir á lista yfir 14 bestu íþróttamenn í sinni grein er ekki hægt að ætlast til að þeir auki æfingamagn sitt óhóflega hratt og mikið en fyrir þarf að liggja áætlun til nokkurra missera um hvernig þessum viðmiðunar æfingastundum skuli ná.


4.2.4 Viðhorf


Til að íþróttamenn geti talist til B-hóps ÍF þurfa þeir að sýna skýrt fram á að þeir æfi /vinni í samræmi við þau viðhorf sem afreksíþróttamenn þurfa almennt að temja sér. Til að skýra þetta frekar leggur ÍF fram leiðbeinandi viðhorf fyrir Íþróttamenn sína í B-hóps (sjá viðauka 2).


4.2.5. Flokkun


Til að geta verið í B- flokki þarf íþróttamaðurinn að vera með viðurkennda alþjóðlega flokkun (sjá viðauka 3).


4.3C hópur: þeir sem eru með eða í færi við að ná lágmörkum á EM, HM eða Paralympic.


4.3.1 Greinin - íþróttin


Íþróttir og greinar sem hægt er að stunda til að eiga möguleika á að vera í C-hóp:

http://paralympic.org/Sports/Summer og http://paralympic.org/Sports/Winter


Greinar sem keppt er í til verðlauna á Paralympics, HM og EM geta verið breytilegar frá móti til móts, en það eru ávalt aðeins verðlaungreinar á þessum mótum sem koma til greina.


Hér geta íþróttanefndirnar þó sótt um undanþágu vegna sérstakra aðstæðna. (sjá viðauka 4)


4.3.2Árangur/Getan


Til að vera í C-hópi þurfa íþróttamenn/íþróttalið að vera með lágmarks árangur eða vera innan við 2% frá lágmörkunum.Hjá sumum íþróttum eru ekki gefin út lágmörk og það er þá í höndum hverrar íþróttanefndar að setja fram viðmið sem eru sambærileg við lágmark hinna greinanna.


4.3.3Ástundun og markmið:


Til að geta talist afreksíþróttamaður og þar af leiðandi að vera í C-flokk ÍF eru til alþjóðleg viðmið sem eru svipuð fyrir allar íþróttir og eru þær lítið öðruvísi hjá fötluðum íþróttamönnum en þeim ófötluðu.Einnig þurfa að liggja fyrir skýr markmið um hvernig viðkomandi íþróttmenn ætli að ná lengra í sinni íþrótt.Þessi markmið þurfa að vera unnin af íþróttamanninum, þjálfara hans og landsliðsþjálfara viðkomani greinar.Markmiðin þurf að liggja fyrir áður en samþykkt er að viðkomandi íþróttamaður/lið fara í C-flokk ÍF (sjá viðauka 1)


Ef íþróttamenn komast mjög ungir á lista yfir 14 bestu íþróttamenn í sinni grein er ekki hægt að ætlast til að þeir auki æfingamagn sitt óhóflega hratt og mikið en fyrir þarf að liggja áætlun til nokkurra missera um hvernig þessum viðmiðunar æfingastundum skuli ná.


4.3.4 Viðhorf


Til að íþróttamenn geti talist til C-hóps ÍF þurfa þeir að sína skýrt fram á að þeir æfi /vinni í samræmi við þau viðhorf sem afreksíþróttamenn þurfa almennt að temja sér. Til að skýra þetta frekar leggur ÍF fram leiðbeinandi viðhorf fyrir Íþróttamenn sína í C-hóps (sjá viðauka 2).


4.3.5. FlokkunTil að geta verið í C- flokki þarf íþróttamaðurinn að vera með viðurkennda alþjóðlega flokkun (sjá viðauka 3)


Viðaukar
Viðauki 1 - æfingamagn
Viðauki 2 - viðhorf
Viðauki 3 - um flokkanir hjá ÍF
Viðauki 4 - sérstakar aðstæður hjá C-hópum ÍF
Viðauki 5 - kostnaðarhlutdeild