Fréttir

Egill Þór nýr formaður frjálsíþróttanefndar ÍF

Stjórn ÍF hefur undanfarið fundað með íþróttanefndum ÍF en þau fundahöld eru liður í verkefnum nýrrar stjórnar. Á síðasta sambandsþingi ÍF var Linda Kristinsdóttir kosin í stjórn ÍF en þá var hún sitjandi formaður í frjálsíþróttanefnd ÍF.

Íþróttafélagið Fjörður 25 ára

Íþróttafélagið Fjörður fagnaði 25 ára afmæli sínu þann 1. júní sl. Félagið hélt upp á daginn með glæsilegri afmælis- og uppskeruhátíð fyrir félagsmenn og velunnara félagsins.

Þorsteinn féll út í 8-manna úrslitum á Ítalíu

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson frá Boganum í Kópavogi er staddur á Ítalíu um þessar mundir þar sem hann tók þátt í opna Europa Cup mótinu. Að lokinni „ranking“-umferð í gær var ljóst að Þorsteinn myndi í dag mæta Rúmenanum Filip Ghiorghi....

Minningarpúttmót Harðar Barðdal

Þann 19. júní næstkomandi fer fram minningarpúttmót Harðar Barðdal í Hraunkoti í Hafnarfirði. Mótið hefur nú verið haldið árlega í umsjón Golfsamtaka fatlaðra á Íslandi.

Helgi með stigahæsta kastið og landaði gulli!

Helgi Sveinsson spjótkastari frá Ármanni landaði gullverðlaunum í gær á Grand Prix mótaröð IPC sem fram fór í París í Frakklandi. Helgi átti stigahæsta kastið í spjótkastkeppninni en lengsta kast hans í gær var 56,06 metrar.

Helgi í Frakklandi á Grand Prix mótaröð IPC

Spjótkastarinn Helgi Sveinsson, Ármann, er nú staddur á Grand Prix mótaröð IPC í Frakklandi. Mótið er liður í undirbúningi Helga fyrir Heimsmeistaramótið í frjálsum sem fram fer í London 14.-23. júlí næstkomandi.

Áratugur af bikarsigrum Fjarðar!

Bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fór fram í Kópavogslaug í dag þar sem Íþróttafélagið Fjörður frá Hafnarfirði vann bikarinn tíunda árið í röð! Magnað afrek hjá Hafnfirðingum. Um var að ræða gríðarlega spennandi keppni þar sem aðeins 137 stig skildu...

Samstarf Arion banka og ÍF heldur áfram

Í vikunni var undirritaður samningur milli Arion banka og Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) sem tryggir félaginu áframhaldandi stuðning frá bankanum næstu fjögur árin hið minnsta. Það voru þeir Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka og Þórður Árni Hjaltested formaður Íþróttasambands fatlaðra...

Íslenskir keppendur að standa sig vel á Nordic Special Golf Cup 2017

Nordic Special Golf Cup 2017 fór fram í Helsingør í Danmörku um helgina. Special Olympics á Íslandi fékk  boð um að senda keppendur á mótið og GSFÍ sá um að velja keppendur og skipuleggja þátttöku. Mjög strangar kröfur voru um...

Allir skemmtu sér vel á Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2017

Það var skemmtileg stemming á Íslandsleikum Special Olympics á Þróttarvellinum 21. mai.Fleiri myndir á 123.is/if Áralangt samstarf við KSÍ vegna þessa verkefnis hefur verið mjög ánægjulegt. Nú sem fyrr stýrði Guðlaugur Gunnarsson frá KSÍ mótinu og dómarar komu frá KSÍ. 

Þröstur Guðjónsson sæmdur heiðurskrossi ÍF

Jóhann Arnarson, varaformaður ÍF sæmdi Þröst Guðjónsson, heiðurskrossi ÍF á  aðalfundi Akurs á Akureyri 17. maí en það er æðsta heiðursmerki ÍF, gullmerki á krossi.

Íþróttasamband fatlaðra 38 ára í dag

Í dag fagnar Íþróttasamband fatlaðra 38 ára afmæli sínu en þann 17. maí árið 1979 var sambandið stofnað. Fyrsti formaður ÍF var Sigurður Magnússon. Á þessum tæpu fjórum áratugum hefur sambandið haft fjóra formenn en Ólafur Jensson tók við formennsku...

Hjörtur með nýtt heimsmet í 1500m skriðsundi!

Sundmaðurinn Hjörtur Már Ingvarsson, Fjörður, setti nýtt heimsmet í 1500m skriðsundi í flokki hreyfihamlaðra á Landsbankamótinu í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Hjörtur synti þá á 25.20,22 mín.

Svanfríður Birna Pétursdóttir í starfsnámi hjá ÍF

Undanfarnar 3 vikur hefur Svanfríður Birna Pétursdóttir, nemi í íþróttafræði í HR verið í starfsnámi hjá ÍF. Hún hefur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum, vann ýmis verkefni á skrifstofunni, heimsótti félög, fór á æfingar og á viðburði sem ÍF kom að. Svanfríður...

Heilsuleikskólinn Urðarhóll hlýtur YAP viðurkenningu og kynnir glæsilegan klifurvegg

Special Olympics á Íslandi veitti í dag Heilsuleikskólanum Urðarhóli YAP viðurkenningarskjal sem staðfestir formlegt samstarf vegna hreyfiþjálfunar ungra barna. Þetta er fyrsti leikskólinn á vegum sveitarfélaga sem hlýtur þessa viðurkenningu. Viðurkenningin var afhent í tengslum við kynningu á glæsilegum klifurvegg í...

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu 2017

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða haldnir sunnudaginn 21. maí á Þróttarvellinum. Leikarnir eru samstarfsverkefni KSÍ, Special Olympics á Íslandi og LETR á Íslandi.

Helgi á fimmta lengsta heimsmetið

Eins og áður hefur komið fram setti Helgi Sveinsson nýtt og glæsilegt heimsmet í flokki F42 í spjótkasti um liðna helgi þegar hann opnaði keppnistímabilið sitt í Rieti á Ítalíu.

Bikarmót ÍF í sundi 2017

Bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fer fram í Kópavogslaug sunnudaginn 28. maí næstkomandi en þar er keppt um hinn eftirsótta Blue Lagoon bikar.

Helgi bætti heimsmetið í Rieti

Nýtt heimsmet - 59.77m   Spjótkastarinn Helgi Sveinsson úr Ármanni bætti á laugardag eigið heimsmet um 2.41 m á alþjóðlegu mótaraðamóti Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fór á Rieti á Ítalíu í dag. Áhorfendur á vellinum voru vel með á...

Fararstjóranámskeið

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir fararstjóranámskeiði í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal miðvikudaginn 10. maí og hefst námskeiðið kl. 17:00 og stendur til 19:00. Gústaf Adolf Hjaltason mun sjá um fræðsluna og veitir hann ýmsar gagnlegar upplýsingar til handa þeim fjölmörgu...