Paralympics hafnir í Ríó


Paralympics 2016 era hafnium í Ríó de Janeiro í Brasilíu en leikarnir voru settir í gærkvöldi á hinum heimsfræga Maracana-leikvangi með mikilli viðhöfn.


Eins og áður hefur komið fram var Jón Margeir Sverrisson fánaberi Íslands við opnunarhátíðina og sérstakur gestur Íþróttasambands fatlaðra við innmarseringuna var varaforseti ÍSÍ, Helga Steinunn Guðmundsdóttir.

Þá var Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands viðstaddur opnunarhátíðina í gærkvöldi og í dag heimsótti hann Paralympic-Village og heilsaði upp á íslenska keppnishópinn en nánar verður greint frá því síðar í dag.

Í morgun hófst sjálf keppnin á Paralympics og á morgun verður Helgi Sveinsson fyrstur Íslendinga til þess að láta að sér kveða í Ríó þegar hann mætir til keppni í spjótkasti í flokki 42-44.

Keppnisdagskrá Íslands í Ríó


Myndir/ Frá opnunarhátíð Maracana í gærkvöldi.