Fréttir

Thelma nítjánda í undanrásum

Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, tók í dag í fyrsta sinn þátt í sundkeppni á Paralympics á sínum ferli. Thelma keppti þá í 50m skriðsundi og hafnaði í 19. sæti af 20 keppendum sem skráðir voru til leiks. Thelma kom í...

Thelma og Þorsteinn hefja leik í dag

Í dag eru það sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, og Þorsteinn Halldórsson, Boginn, sem láta til sín taka á Paralympics í Ríó de Janeiro. Thelma ríður á vaðið í 50m skriðsundi kl. 09:54 að staðartíma (12:54 ÍSL) en Þorsteinn keppir...

Helgi fimmti á nýju Paralympic-meti!

Helgi Sveinsson varð í kvöld fimmti í spjótkastkeppni F42-44 á Parlympics í Ríó de Janeiro. Lengsta kast Helga í keppninni var 53.96m. en það er nýtt Paralympic-met í flokki F42.

Helgi fyrstur Íslendinga á svið

Í kvöld fer spjótkastkeppnin í flokki F42-44 fram í Ríó de Janeiro. Þá verður Helgi Sveinsson, Ármann, fyrstur íslensku keppendanna á svið en keppnin hefst kl. 17:45 að staðartíma eða kl. 20:45 að íslenskum tíma.

Forseti Íslands heimsótti Paralympic-þorpið

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson heimsótti Paralympic-Village í Ríó de Janeiro í gær. Heimsótti forseti vistarverur íslensku keppendanna í Ríó og fór vel á með honum og þorpsbúum sem hafa síðustu vikuna verið í óðaönn við undirbúning fyrir þátttöku...

Paralympics hafnir í Ríó

Paralympics 2016 era hafnium í Ríó de Janeiro í Brasilíu en leikarnir voru settir í gærkvöldi á hinum heimsfræga Maracana-leikvangi með mikilli viðhöfn.

Helga Steinunn marserar inn með íslenska hópnum

Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ er komin til Ríó þar sem hún mun fylgjast með íslensku keppendunum á Paralympics.

Ísland boðið velkomið í Paralympic-þorpið

Í dag fór fram svokölluð Team Welcome Ceremony í Paralympic-þorpinu í Ríó de Janeiro. Um var að ræða formlega mótttöku á íslenska hópnum í þorpi íþróttamanna þar sem fáni Íslands var dreginn að húni og þjóðsöngurinn leikinn. Öll Norðurlöndin voru...

Jón Margeir fánaberi Íslands á Maracana

Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson verður fánaberi Íslands þann 7. september næstkomandi þegar opnunarhátíð Paralympics fer fram í Ríó de Janeiro. Hátíðin verður á hinum heimsfræga Maracana-leikvangi á sjálfum þjóðhátíðardegi Brasilíumanna.

Æfingar hafnar hjá Íslendingunum í Ríó

Íslenski Paralympics-hópurinn hefur nú komið sér haganlega fyrir í Paralympic-þorpinu í Ríó de Janeiro í Brasilíu. Æfingar eru hafnar og hópurinn að laga sig að aðstæðum.

SIGN með íslenska hópnum í Ríó

Á Paralympics/Ólympíumóti fatlaðra er sú hefð ríkjandi að borgarstjóra Ólympíuþorpsins er færð gjöf frá hverju því landi sem í þorpinu býr.

Keppnisdagskrá Íslands í Ríó

Íslensku keppendurnir á Paralympics 2016 halda til Brasilíu næstkomandi miðvikudag, 31. ágúst. Mótið sjálft er sett þann 7. september og lokahátíðin fer fram þann 18. september. Hér að neðan má nálgast tengil á ítardagskrá íslenska hópsins í Ríó de Janeiro. ...

Vertu með - auglýsingaherferð ÍF

Fyrsta auglýsingaherferð Íþróttasambands fatlaðra í sjónvarpi hefur nú hafið göngu sína en framleiðslufyrirtækið Eventa Films sá um framleiðslu auglýsinganna. 

ÍF og Smartmedia gangsetja nýja síðu

Íþróttasamband fatlaðra í samstarfi við vefhönnunar- og margmiðlunarfyrirtækið Smartmedia hefur sett í loftið nýtt útlit á heimasíðu sambandsins, www.ifsport.is 

Samstarf við NCSD Winter Park Ný verkefni fyrir fjölskyldur og hreyfihamlaðar konur

ÍF er að kanna áhuga á fjölskylduferð til Winter Park í Colorado 2017 en í janúar 2016 var farin fyrsta ferðin í samstarfi við NSCD, National Sport Center for disabled.  Þá fóru fimm fjölskyldur fatlaðra barna til Winter Park Aðaláherslan...

Íþróttadómstóllinn hafnaði áfrýjun Rússa

Ísland fær ekki fleiri sæti í Ríó Málefni Rússlands vegna Ólympíumóts fatlaðra í Ríó hafa verið í brennidepli undanfarnar vikur. Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) meinaði á dögunum öllum rússneskum íþróttamönnum þátttöku í Paralympics í Ríó sökum svæsinna lyfjamisferlismála í Rússlandi sem teygja...

Vel heppnað Íslandsmót í frjálsum á Akureyri

Íslandsmóti ÍF í frjálsum utanhúss fór fram á Akureyri 23. og 24.júlí samhliða Meistaramóti Íslands hjá FRÍ. Alls lágu 7 Íslandsmet í valnum eftir harða atlögu okkar besta afreksfólks úr röðum fatlaðra þrátt fyrir bleytu og 10°C. Patrekur Andrés Axelsson úr Ármanni...

HM í frjálsum í London 2017

Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum fer fram í London dagana 14.-23. júlí 2017. Í dag er því nákvæmlega eitt ár fram að móti. Miðasala á viðburðinn hefst þann 1. ágúst næstkomandi.Mótið fer fram á Queen Elizabeth Olympic Park þar sem frjálsíþróttakeppnin...

HM í sundi í Mexíkó 2017

Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer fram 29. september-7. október í Mexíkóborg í Mexíkó. Um stórviðburð er að ræða þar sem Mexíkóborg mun á sama tíma einnig standa fyrir heimsmeistaramóti fatlaðra í lyftingum en mótin munu standa í alls níu daga.Gert...

Ísland sendir fimm fulltrúa á Rio Paralympics!

Dagana 7.-18. september næstkomandi fara Paralympics (Ólympíumót fatlaðra) fram í Rio de Janeiro í Brasilíu. Eins og alkunnugt er orðið fara Paralympics fram á sama stað og við sömu aðstæður og sjálfir Ólympíuleikarnir. Að þessu sinni tókst fimm afreksmönnum úr...