Fréttir

Jón með nýtt heimsmet í Þýskalandi!

Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, er þessa dagana staddur í Þýskalandi á opna þýska meistaramótinu þar sem hann setti nýtt heimsmet í 800m skriðsundi í flokki S14! Jón kom í bakkann á 8.48,24 mín. en gamli tíminn hans var 8.53,13...

Hulda fánaberi Íslands á stærsta Evrópumótinu frá upphafi

Fimmta Evrópumeistaramót IPC (Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra) í frjálsum var sett í Grosseto á Ítalíu í kvöld. Hulda Sigurjónsdóttir, Suðra, var fánaberi Íslands við opnunarhátíðina en Ísland teflir fram alls fjórum keppendum á mótinu. Ásamt Huldu keppa þau Helgi Sveinsson, Ármann, Arnar...

Ráðstefna um áhrif hreyfingar á þroska heila og taugakerfis með áherslu á snemmtæka íhlutun

Mjög athyglisverð ráðstefna var haldin á Íslandi 6. júní. BHRG stofnunin í Ungverjalandi hefur staðið fyrir rannsóknum um tengsl hreyfingar og þroska heila og taugakerfis með áherslu á snemmtæka íhlutun. Dr.Katalin Lakatos, barnasjúkraþjálfari er stofnandi og forstöðumaður BHRG-stofnunarinnar en þar...

Bikarkeppni Íþróttasambands fatlaðra í sundi fer fram í Laugardalslaug laugardaginn 11. júní.

Upphitun hefst kl. 14:00Keppni kl. 15:00Fyrirkomulag bikarkeppni skv. reglubók ÍFHvert lið má senda tvo (2) keppendur í hverja grein og hver keppandi má synda í mest þrem (3) greinum. Félag má senda B-lið og C-lið til keppninnar með þeim takmörkunum...

Frístundahreysti Guluhliðar 2016

Fjörutíu og átta börn úr 1.-4. bekk sem eru í sérhæfðu frístundastarfi í Guluhlíð tóku þátt í keppninni þar sem allir eru sigurvegarar. Páll Óskar hóf leik með söng og gleði og síðan fóru öll börnin þrautahringinn og sýndu bæði...

Arnar Helgi setti sex Íslandsmet í Nottwill

Arnar Helgi Lárusson, UMFN, kom heim á dögunum með sex ný Íslandsmet í farteskinu eftir æfinga- og keppnisferð til Nottwill í Sviss. Stórglæsilegur árangur hjá hjólastólakappakstursmanninum.Arnar tvíbætti Íslandsmetið sitt í 200m spretti ytra, fyrst fór hann úr 32:77 sek. í...

ÍF og Íslensk getspá framlengja samstarf sitt

Íslensk getspá og Íþróttasamband fatlaðra hafa framlengt samstarfs- og styrktarsamningi sínum sem fyrst var undirritaður í júlímánuði 2012. Þannig verður Íslensk getspá áfram í hópi þekktra fyrirtækja sem styðja sambandið og íþróttafólk og leggur með samningnum sitt af mörkum til...

Frístundahreysti Guluhlíðar 2016

Frístundaheimili Klettaskóla, Guluhlíð hlaut hvatningarverðlaun Skóla- og frístundasviðs 2015 fyrir verkefnið frístundahreysti.  Í Guluhlíð eru börn með sérþarfir og verkefnið hefur verði þróað þannig að allir geta tekið þátt, jafnt þeir sem eru í hjólastólum sem aðrir. Umsjón með verkefninu...

Opinn fundur um flokkunarmál

Íþróttasamband fatlaðra boðar til opins kynningarfundar um flokkunarmál í sundi þar sem Ingi Þór Einarsson, landliðsþjálfari IF í sundi og alþjóðlegur „flokkari“ hjá IPC -Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra, fer yfir stöðu flokkunarmála og það sem framundan er í þeim efnum.Fundurinn, sem haldinn...

Íþróttasamband fatlaðra 37 ára!

Íþróttasamband fatlaðra fagnaði 37 ára afmæli sínu þann 17. maí síðastliðinn en sambandið var stofnað árið 1979. Stjórn og starfsfólk ÍF þakkar samfylgdina og samstarfið á liðnum áratugum og sendir sérstakar þakkir til allra þeirra sem hafa unnið að íþróttastarfi...

Góð stemming á Íslandsleikum Special Olympics

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu í samvinnu við KSÍ og íþróttafélagið Ösp voru á Þróttarvellinum, laugardaginn 30. apríl. Hlaupið var kyndilhlaup lögreglu fyrir leikana en Daði Þorkelsson, rannsóknarlögreglumaður stýrði því. Í fyrsta skipti voru í hópnum lögreglumenn á reiðhjólum og...

Jón og Thelma með ný Íslandsmet!

Már bætti sig í 100m skriðsundiSundkonan Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, setti í gær nýtt Íslandsmet í 100m skriðsundi í flokki S6 er hún synti til úrslita í greininni á Evrópumeistaramóti fatlaðra sem nú stendur yfir í Funchal í Portúgal....

Jón Margeir stórbætti Íslandsmetið í bringu

Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Fjölni setti í kvöld nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 100m bringusundi S14 (þroskahamlaðir) þegar hann varð sjötti í greininni á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Portúgal. Jón sem bætti metið einnig í undanrásum í dag synti í...

Thelma sjöunda og Sonja fimmta í gær

Stöllurnar Thelma Björg Björnsdóttir og Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR voru á ferðinni á EM í Portúgal í gær. Thelma Björg hafnaði í 7. sæti í 200m fjórsundi SMB á tímanum 3:40.41mín. og Sonja Sigurðardóttir varð fimmta í 50m baksundi S4...

Íslandsmót ÍF í frjálsum utanhúss 23.-24. júlí

Dagana 23.-24. júlí næstkomandi fer Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum fram á Kópavogsvelli. Mótið fer fram samhliða Meistaramóti Íslands á vegum Frjálsíþróttasambands Íslands.Skráningargögn verða send aðildarfélögum ÍF þegar nær dregur.Verkefnalisti ÍF 2016

Silfur hjá Jóni Margeiri í 200m skriðsundi

Fyrsta keppnisdegi á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi er lokið en keppt er í Funchal í Portúgal. Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, vann í dag til silfurverðlauna í 200m skriðsundi eftir magnaða keppni í lauginni! Bretinn Thomas Hamer var fyrstur í bakkann...

Gestalið frá Færeyjum á Íslandsleikum SO í knattspyrnu

Íslandsleikar Special Olympics í samvinnu við KSÍ og íþróttafélagið Öspverða á Þróttarvellinum, laugardaginn 30. apríl.Kyndilhlaup lögreglumanna fer fram og gestalið mætir til leiks frá Special Olympics í Færeyjum 13.00   Mótssetning  Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna setur leikana ásamt keppandaÍ framhaldi þess verður upphitun...

ÍF klæðist Macron fram yfir Vetrar-Paralympics 2018

Íþróttasamband fatlaðra og ítalski íþróttavöruframleiðandinn Macron hafa gert með sér tveggja ára styrktar- og samstarfssamning. Samningurinn var undirritaður síðastliðinn föstudag á blaðamannafundi til kynningar á Evrópuverkefnum sambandsins í frjálsum og sundi sem fram fara á næstunni. Macron hefur höfuðstöðvar í...

Íslandsleikar SO í knattspyrnu 30. apríl

Islandsleikar Special Olympics í knattspyrnu í samvinnu við íþróttafélagið Ösp og KSÍ verða á Þróttarvellinum, laugardaginn 30. apríl. Keppni hefst kl. 13.20. Keppt verður í tveimur riðlum og skrá þarf lið í hvorn riðil.1.       riðill       Styrkleikastig  1 (sterkustu liðin)2.       riðill       Styrkleikastig  2 Konur og karlar...

Ísland sendir fjóra keppendur á EM í frjálsum

Evrópumeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Grosseto á Ítalíu dagana 10.-16. júní næstkomandi. Ísland sendir fjóra keppendur á mótið en þeir eru:  Helgi Sveinsson – Ármann - flokkur F42 Arnar Helgi Lárusson – UMFN - flokkur T53Stefanía Daney...