Thelma og Þorsteinn hefja leik í dag


Í dag eru það sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, og Þorsteinn Halldórsson, Boginn, sem láta til sín taka á Paralympics í Ríó de Janeiro. Thelma ríður á vaðið í 50m skriðsundi kl. 09:54 að staðartíma (12:54 ÍSL) en Þorsteinn keppir í bogfimi kl. 15 að staðartíma eða kl. 18 að íslenskum tíma.


Thelma keppir í þriðja riðli í undanrásum og mun synda á fyrstu braut. Þorsteinn fer í svokallað ranking keppni þar sem hann mun safna stigum og að henni lokinni verður ljóst hvaða andstæðing hann mun fá í útsláttarkeppninni þann 14. september næstkomandi.


Mynd/ Í dag verður Þorsteinn Halldórsson fyrstur Íslendinga til þess að keppa í bogfimi á Paralympics fyrir Íslands hönd.