Þorsteinn fánaberi Íslands við lokahátíðina í kvöld


Lokahátíð Paralympics í Ríó de Janeiro fer fram á Maracana-leikvanginum í kvöld. Að þessu sinni er það bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson sem verður fánaberi Íslands við hátíðina.


Þorsteinn varð á leikunum fyrstur Íslendinga til þess að keppa í bogfimi þar sem hann féll út í fyrstu umferð 16 manna úrslita eftir góða keppni við Bandaríkjamanninn Kevin Polish.


Íslenski hópurinn er svo væntanlegur aftur heim til Íslands þann 21. september næstkomandi.