Samstarfsaðilar ÍF
Össur:
Össur og Íþróttasamband fatlaðra hafa starfað saman um árabil og er Össur enn af aðalstyrktar- og samstarfsaðilum ÍF. Þá hafa íþróttamenn á borð við Geir Sverrisson, Helga Sveinsson og Hilmar Snæ Örvarsson verið hluti af hinu geysiöfluga Team Össur sem skipað er fremstu íþróttamönnum heims á hverjum tíma sem notast við stoðtæki frá Össuri.
Össur var stofnað á Íslandi árið 1971 og er nú orðið alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks. Össur er leiðandi afl á heimsvísu; hjá fyrirtækinu starfa um 4000 starfsmenn í 36 löndum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi en starfsstöðvar víða um heim sinna vaxandi markaði og félagið er skráð á hlutabréfamarkað í Danmörku.
Heimasíða Össurar
_______________________________________________________________________________________________________
Toyota:
Fyrir Paralympics í Tokyo 2020 (sem fóru reyndar fram 2021) hófst samstarf Íþróttasambands fatlaðra og Toyota á Íslandi. Nánar tiltekið hófst samstarfið árið 2017 þar sem Toyota kom inn með gríðarstórt verkefni undir heitinu „Start your impossible.“ Síðan þá hafa afreksmenn úr röðum fatlaðra verið virkir sendiherrar íþrótta fatlaðra og hjá Toyota en það er afreksfólk á borð við Má Gunnarsson, Róbert Ísak Jónsson, Stefaníu Daney Guðmundsdóttur og Örnu Sigríði Albertsdóttur svo einhverjir séu nefndir. Toyota á Íslandi hefur einnig tekið virkan þátt í hinum árlega Paralympic-degi hjá ÍF sem er stór og skemmtilegur kynningardagur á íþróttum fatlaðra.
Toyota á Íslandi er umboðsaðili fyrir nýja Toyota bíla, vara- og aukahluti. Skrifstofur Toyota á Íslandi eru staðsettar í Kauptúni 6, Garðabæ, sími 570-5070. Viðurkenndir söluaðilar Toyota á Íslandi eru Toyota Kauptúni, Toyota Reykjanesbæ, Toyota Akureyri og Toyota Selfossi.
Heimasíða Toyota á Íslandi
__________________________________________________________________________________________