Íþróttafélagið Fjörður 25 ára


Íþróttafélagið Fjörður fagnaði 25 ára afmæli sínu þann 1. júní sl. Félagið hélt upp á daginn með glæsilegri afmælis- og uppskeruhátíð fyrir félagsmenn og velunnara félagsins.

Íþróttafélagið Fjörður fagnaði 25 ára afmæli sínu þann 1. júní sl. Félagið hélt upp á daginn með glæsilegri afmælis- og uppskeruhátíð fyrir félagsmenn og velunnara félagsins.

Ólafur Ragnarsson, formaður Fjarðar, fór yfir sögu félagsins og veitti viðurkenningar til einstaklinga sem þóttu hafa skarað fram úr auk viðurkenninga til nokkurra velunnara félagsins. Íþróttasamband fatlaðra notaði þessi tímamót til að heiðra nokkra einstaklinga úr röðum Fjarðar fyrir störf þeirra í þágu félagsins. Sæmdi Jóhann Arnarson, varaformaður ÍF eftirtalda aðila silfurmerki sambandsins: Vilborgu Matthíasdóttur, Ásmund Jónsson, Guðlaugu Oddnýju Sigmundsdóttur og Ólaf Ragnarsson en í reglugerð ÍF um heiðursmerki segir: „Silfurmerki ÍF skal veita þeim einstaklingum, sem inna af höndum skipulags- stjórnunar eða þjónustustörf í þágu íþrótta fatlaðra, og íþróttamönnum fyrir góða og árangursríka iðkun og hafa verið öðrum til fyrirmyndar“.

Gullmerki sambandsins hlaut Valgerður Hróðmarsdóttir, ein af stofnendum Fjarðar, stjórnarkona í félaginu og fulltrúi í boccianefnd ÍF til margra ára en í reglugerð ÍF um gullmerki segir „Gullmerki sambandsins, er úr gulli og veitist íslenskum ríkisborgara fyrir góð störf í þágu íþróttamála fatlaðra í heild, einstakra íþróttagreina eða félaga“.

Um leið og íþróttafélaginu Friði eru færðar þakkir fyrir störf sín undangengin ár er félaginu óskað velfarnaðar í störfum sínum um ókomna tíð.

Á myndinni er Jóhann Arnarsson, varaformaður ÍF ásamt silfur og gullmerkjahöfum ÍF