Helgi í Frakklandi á Grand Prix mótaröð IPC


Spjótkastarinn Helgi Sveinsson, Ármann, er nú staddur á Grand Prix mótaröð IPC í Frakklandi. Mótið er liður í undirbúningi Helga fyrir Heimsmeistaramótið í frjálsum sem fram fer í London 14.-23. júlí næstkomandi.


Helgi keppir í spjótkasti á morgun en hann stórbætti heimsmetið sitt nýverið í greininni á Grand Prix móti sem fram fór í Rieti á Ítalíu. Tekst honum jafnvel að rjúfa 60 metra múrinn í þetta sinn?


Eftir mótið í Frakklandi er síðasta undirbúningsmótið í Berlín í Þýskalandi og að því loknu æfir Helgi hér heima á Íslandi fram að HM en hann verður eini fulltrúi Íslands á HM í frjálsum að þessu sinni.