Svanfríður Birna Pétursdóttir í starfsnámi hjá ÍF


Undanfarnar 3 vikur hefur Svanfríður Birna Pétursdóttir, nemi í íþróttafræði í HR verið í starfsnámi hjá ÍF. Hún hefur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum, vann ýmis verkefni á skrifstofunni, heimsótti félög, fór á æfingar og á viðburði sem ÍF kom að. Svanfríður skilaði mjög góðu starfi og stóð sig frábærlega vel þennan tíma hjá ÍF. 

ÍF þakkar Svanfríði Birnu fyrir skemmtilega samveru og góð og skjót skil á verkefnum og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.