Þröstur Guðjónsson sæmdur heiðurskrossi ÍF


Jóhann Arnarson, varaformaður ÍF sæmdi Þröst Guðjónsson, heiðurskrossi ÍF á  aðalfundi Akurs á Akureyri 17. maí en það er æðsta heiðursmerki ÍF, gullmerki á krossi.

 

Þröstur Guðjónsson hefur starfað í áratugi  fyrir íþróttafélagið Akur og ÍBA auk ÍF. Lífsstarf hans á sviði íþrótta fatlaðra er einstakt og þeir eru ófáir sem hafa notið liðsinnis hans í stórum sem smáum verkefnum. Sjá nánar meðfylgjandi textaMargrét Sölvadóttir eiginkona hans hlaut sérstakar þakkir frá ÍF fyrir þann stuðning sem hún hefur ávallt sýnt þessu mikilvæga starfi.