Fréttir

Open Nordic Championship swimming, Ásvallalaug 25. - 26. nóvember

19 íslenskir keppendur taka þátt í opna Norðurlandamótinu í sundi sem fram fer helgina 25. - 26. nóvember í Ásvallalaug, Hafnarfirði. Keppendur eru frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum, Finnlandi og Eistlandi, alls 62. 

Tvö Íslandsmet á ÍM 25

Íslandsmeistaramót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m laug fór fram í Laugardalslaug um síðastliðna helgi. Tvö ný Íslandsmet litu dagsins ljós og annað þeirra sett í sundhluta SSÍ en ÍM25 hjá ÍF þetta árið fór fram á milli mótshluta hjá...

Þrefaldur Paralympicmeistari með magnaða takta í hjólastólnum

Hjólastólakörfuknattleikur er ein vinsælasta íþróttagreinin á Paralympics (Ólympíumót fatlaðra). Patrick Anderson er kanadískur landsliðsmaður í hjólastólakörfu og var m.a. í gullverðlaunaliðið Kanada á Paralympics í Sydney, Aþenu og síðast í London 2012. Anderson setti á dögunum inn magnað myndband á...

Íslandsmót ÍF í 25m laug um helgina

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m laug fer fram í Laugardalslaug þessa helgi, 18.-19. nóvember. Óhætt er að segja að Laugardalurinn muni iða af lífi því mótshlutar ÍF fara fram inn á milli mótshluta Sundsambands Íslands sem einnig heldur...

Thelma með tvö ný heimsmet sem bíða staðfestingar

Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir setti á dögunum tvö ný heimsmet þegar Erlingsmótið fór fram í 25m laug í Laugardalslaug.

Kristín Þorsteinsdóttir með glæsilegan árangur á Evrópumóti DSISO í Frakklandi

Kristín vann til verðlauna í ōllum keppnisgreinum sem hún tók þátt í en hún keppti í 5 greinum á mótinu. Hún vann til gullverðlauna í 50 flug og 100 bak og silfurverðlauna í 50, 100 skrið og 50 bak. ÍF óskar Kristínu,Svölu, þjálfara hennar, fjölskyldu og félagsmönnum Ívars á Ísafirði til hamingju...

Fjórða Evrópumótið í sundi fyrir fólk með Downs Syndrom og Kristín Þorsteins mætt til leiks

Fjórða Evrópumótið í sundi fyrir fólk með Downs Syndrom er haldið í Paris – Bobigny, dagana. 28. október – 4. nóvember. Það er haldið á vegum DSISO eða The Down Syndrom International Swimming Organisation. Einn íslenskur keppandi tekur þátt í...

Már og Guðfinnur með Íslandsmet á Extramóti SH

Sundmennirnir Már Gunnarsson ÍRB/Nes og Guðfinnur Karlsson, Firði, settu ný Íslandsmet í sundi á Extramóti SH um síðustu helgi.

Íþróttasamband fatlaðra hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017.  Um er að ræða styrk að upphæð 5 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 7.750.000 kr. í fyrri úthlutun...

Líf og fjör í Laugardal á Paralympic-deginum 2017

Síðastliðin laugardag var Paralympic-dagur Íþróttasambands fatlaðra haldinn hátíðlegur í þriðja sinn en dagurinn er stórskemmtilegur kynningardagur á íþróttastarfi fatlaðra á Íslandi. Líkt og undangenin ár fór dagurinn fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal auk þess sem bætt var við þeirri nýbreytni...

Gull og silfurmerki ÍF til fulltrúa Bocciadeildar Völsungs

Á lokahófi Íslandsmóts ÍF á Húsavík fengu eftirtaldir aðilar heiðursmerki ÍF; Gullmerki hlutu Egill Olgeirsson, formaður Bocciadeildar Völsungs og félagsmaður í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda og Kristín Magnúsdóttir sem hefur verið liðsmaður starfsins frá upphafi. Silfurmerki ÍF hlaut Anna María Þórðardóttir, fyrrverandi þjálfari en...

Glæsilegt Íslandsmót í einstaklingskeppni boccia, Húsavík

Það var greinlega vant fólk við stjórnvölinn á Húsavík þar sem Íslandsmót í boccia einstaklingskeppni fór fram um helgina. Umsjón hafði Bocciadeild Völsungs í samstarfi við boccianefnd ÍF. Mótsstjóri var Egill Olgeirsson, yfirdómari Anna María Þórðardóttir og umsjón með tölvumálum...

Heimsmethafinn Markus Rehm gestur á Paralympic-deginum 2017

Paralympic-dagurinn fer fram laugardaginn 21. október næstkomandi. Það er Íþróttasambandi fatlaðra sönn ánægja að tilkynna að Markus Rehm, einn fremsti frjálsíþróttamaður heims úr röðum fatlaðra, verður sérstakur gestur okkar í ár.

Dagskrá og Mótaskrá klár fyrir Íslandsmótið á Húsavík

Nú er hægt að nálgast dagskránna sem og mótaskrá Íslandsmóts ÍF í einliðaleik í boccia sem fram fer á Húsavík dagana 13. og 14. október næstkomandi.

Már með tvö ný Íslandsmet!

Sundmaðurinn Már Gunnarsson setti nýverið tvö ný Íslandsmet þegar hann tók þátt í bikarkeppni SSÍ í Vatnaveröld í Reykjanesbæ.

Heimsmeistaramótið fært fram til 27.nóvember - 7. desember

Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) gaf í gær út yfirlýsingu þess efnis að ákveðið hefði verið að setja heimsmeistaramót fatlaðra í sundi á að nýju eftir þær náttúruhamfarir sem gengu yfir Mexíkóborg í septembermánuði. Fresta varð mótinu vegna þessa en nú...

Helgi kynnir EM í frjálsum 2018!

Spjótkastarinn og heimsmethafinn Helgi Sveinsson verður einn af fjórum afreksíþróttamönnum sem kynna munu sérstaklega Evrópumeistaramót fatlaðra í frjálsum sem fram fer í Berlín í Þýskalandi sumarið 2018.

Paralympic-dagurinn 2017 í Laugardal

Dagskráin fyrir Paralympic-daginn 2017 er heldur betur vegleg að þessu sinni en Paralympic-dagurinn er stórskemmtilegur kynningardagur á íþróttastarfi fatlaðra á Íslandi. Líkt og tvö síðustu ár fer dagurinn fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal en nú höfum við einnig bætt við...

HM í sundi og lyftingum frestað vegna hamfaranna í Mexíkó

Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) sendi áðan frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að heimsmeistaramótum fatlaðra í sundi og lyftingum sem fara áttu fram í Mexíkó 25. september - 7. október næstkomandi hafi verið frestað um óákveðinn tíma sökum hamfaranna sem...

HM í sundi í Malasíu 2019

Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi í 50m laug fer fram í Malasíu árið 2019 en þetta tilkynnti Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) í gær. Nú styttist óðar í HM í sundi 2017 sem fram fer í Mexíkó og ljóst að umtalsverð ferðalög...