Fréttir

Þrjú á ferðinni í dag: Róbert fjórði í 200m skriðsundi

Hafnfirðingurinn Róbert Ísak Jónsson var eini íslenski keppandinn á HM í Mexíkó sem stakk sér til sunds í gær þegar hann tók þátt í 200m skriðsundi S14.

Róbert heimsmeistari í 200m fjórsundi!

Róbert Ísak Jónsson tryggði sér í nótt heimsmeistaratitilinn í 200m fjórsundi (S14, þroskahamlaðir) á HM sem nú stendur yfir í Mexíkó.

Thelma með brons í 100m bringusundi

Tveimur keppnisdögum er nú lokið á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í Mexíkó og hefur íslenski hópurinn þegar landað tveimur verðlaunum þar sem Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, vann til bronsverðlauna í 100m bringusundi í gær.

Róbert landaði silfri í Mexíkó!

Fyrsta keppnisdegi á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í 50m laug lauk í nótt þar sem þrír íslenskir sundmenn létu að sér kveða og Fjarðarliðinn Róbert Ísak Jónsson komst á pall er hann hafnaði í 2. sæti í 100m bringusundi í...

Heimsmeistaramótið hefst í Mexíkó á morgun!

Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi í 50m laug hefst í Mexíkó á morgun, laugardaginn 2. desember. Ísland teflir fram fjórum keppendum á mótinu en þau eru Sonja Sigurðardóttir, Thelma Björg Björnsdóttir, Róbert Ísak Jónsson og Már Gunnarsson. Már, Róbert og Thelma...

Íslenski hópurinn fer á HM í dag!

Skammt er stórra högga á milli hjá íslensku sundfólki úr röðum fatlaðra þessi dægrin. Um síðastliðna helgi lauk Norðurlandamótinu í Ásvallalaug og helgina þar á undan fór Íslandsmót ÍF í 25m laug fram í Laugardal. Seinni partinn í dag halda...

Jón og Róbert stigahæstu sundmenn NM

Ísland með 21 gullverðlaun Norðurlandamótinu í sundi fatlaðra lauk áðan í Ásvallalaug í Hafnarfirði þar sem Íslendingar voru sigursælir! Jón Margeir Sverrisson var stigahæsti sundmaður mótsins í karlaflokki og Róbert Ísak Jónsson var stigahæsti sundmaðurinn í ungmennaflokki. Þá var Maja Reichard...

Fimm ný Íslandsmet á NM

Fyrsta keppnisdegi á Norðurlandamóti fatlaðra í sundi er lokið í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Alls litu fimm ný Íslandsmet dagsins ljós í dag og tvö þeirra sett a Kristínu Þorsteinsdóttur frá Ívari á Ísafirði en hún keppir í flokki S16, flokki...

Átta íslensk gull í fyrsta mótshluta

Norðurlandamót fatlaðra í sundi var sett í morgun í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Íslensku keppendurnir byrjuðu daginn vel og lönduðu átta gullverðlaunum! Tvenn verðlaunin komu í 4x100m boðsundi!

Nítján íslenskir keppendur á NM

Norðurlandamót fatlaðra í sundi fer fram í Ásvallalaug um næstu helgi eða dagana 25. og 26. nóvember næstkomandi. Ríflega 60 sundmenn frá Norðurlöndunum mæta til leiks og 19 þeirra frá Íslandi. Mótið hefst kl. 09:00 laugardaginn 25. nóvember með setningarathöfn...

Open Nordic Championship swimming, Ásvallalaug 25. - 26. nóvember

19 íslenskir keppendur taka þátt í opna Norðurlandamótinu í sundi sem fram fer helgina 25. - 26. nóvember í Ásvallalaug, Hafnarfirði. Keppendur eru frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum, Finnlandi og Eistlandi, alls 62. 

Tvö Íslandsmet á ÍM 25

Íslandsmeistaramót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m laug fór fram í Laugardalslaug um síðastliðna helgi. Tvö ný Íslandsmet litu dagsins ljós og annað þeirra sett í sundhluta SSÍ en ÍM25 hjá ÍF þetta árið fór fram á milli mótshluta hjá...

Þrefaldur Paralympicmeistari með magnaða takta í hjólastólnum

Hjólastólakörfuknattleikur er ein vinsælasta íþróttagreinin á Paralympics (Ólympíumót fatlaðra). Patrick Anderson er kanadískur landsliðsmaður í hjólastólakörfu og var m.a. í gullverðlaunaliðið Kanada á Paralympics í Sydney, Aþenu og síðast í London 2012. Anderson setti á dögunum inn magnað myndband á...

Íslandsmót ÍF í 25m laug um helgina

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m laug fer fram í Laugardalslaug þessa helgi, 18.-19. nóvember. Óhætt er að segja að Laugardalurinn muni iða af lífi því mótshlutar ÍF fara fram inn á milli mótshluta Sundsambands Íslands sem einnig heldur...

Thelma með tvö ný heimsmet sem bíða staðfestingar

Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir setti á dögunum tvö ný heimsmet þegar Erlingsmótið fór fram í 25m laug í Laugardalslaug.

Kristín Þorsteinsdóttir með glæsilegan árangur á Evrópumóti DSISO í Frakklandi

Kristín vann til verðlauna í ōllum keppnisgreinum sem hún tók þátt í en hún keppti í 5 greinum á mótinu. Hún vann til gullverðlauna í 50 flug og 100 bak og silfurverðlauna í 50, 100 skrið og 50 bak. ÍF óskar Kristínu,Svölu, þjálfara hennar, fjölskyldu og félagsmönnum Ívars á Ísafirði til hamingju...

Fjórða Evrópumótið í sundi fyrir fólk með Downs Syndrom og Kristín Þorsteins mætt til leiks

Fjórða Evrópumótið í sundi fyrir fólk með Downs Syndrom er haldið í Paris – Bobigny, dagana. 28. október – 4. nóvember. Það er haldið á vegum DSISO eða The Down Syndrom International Swimming Organisation. Einn íslenskur keppandi tekur þátt í...

Már og Guðfinnur með Íslandsmet á Extramóti SH

Sundmennirnir Már Gunnarsson ÍRB/Nes og Guðfinnur Karlsson, Firði, settu ný Íslandsmet í sundi á Extramóti SH um síðustu helgi.

Íþróttasamband fatlaðra hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017.  Um er að ræða styrk að upphæð 5 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 7.750.000 kr. í fyrri úthlutun...

Líf og fjör í Laugardal á Paralympic-deginum 2017

Síðastliðin laugardag var Paralympic-dagur Íþróttasambands fatlaðra haldinn hátíðlegur í þriðja sinn en dagurinn er stórskemmtilegur kynningardagur á íþróttastarfi fatlaðra á Íslandi. Líkt og undangenin ár fór dagurinn fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal auk þess sem bætt var við þeirri nýbreytni...