Fréttir
Þórður Georg: Fram úr björtustu vonum
Hilmar Snær Örvarsson hafnaði í dag í 20. sæti í stórsvigi á Vetrar-Paralympics í Suður-Kóreu. Hann var í 26. sæti eftir fyrri ferðina en klifraði upp í 20. sæti í seinni ferðinni. Þórður Georg Hjörleifsson yfirþjálfari hjá skíðadeild Víkings og...
Hilmar hafnaði í 20. sæti í stórsvigi
Hilmar Snær Örvarsson hefur lokið sinni fyrstu grein á Vetrar-Paralympics í Suður-Kóreu en hann varð áðan í 20. sæti í stórsvigi í standandi flokki. Hilmar bætti sig um tæpa sekúndu á milli ferða, var í 26. sæti eftir fyrri ferðina...
Breytt fyrirkomulag: Stórsvig 14. mars og svig 17. mars
Á morgun 14. mars (laust eftir miðnætti í dag að íslenskum tíma kl. 00:25) hefst keppni hjá Hilmari Snæ Örvarssyni á Vetrar-Paralympics í PyeongChang í Kóreu. Vegna aðstæðna hefur mótsstjórn ákveðið að snúa við dagskránni í alpagreinum en upphaflega stóð...
Myndband: Vetrar-Paralympics settir með glæsibrag í Suður-Kóreu
Opnunarhátíð Vetrar-Paralympics er nú lokið og var hátíðin sett með pompi og prakt í PyeongChang í Suður-Kóreu. Eins og áður hefur komið fram var það skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson úr Víkingi sem var fánaberi Íslands við athöfnina en hann er...
Vetrar-Paralympics settir í dag
Opnunarhátíð Vetrar-Paralympics fer fram í PyeongChang í Suður-Kóreu í dag. Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður frá Víkingi í Reykjavík er fulltrúi Íslands á leiknum en hann verður fánaberi Íslands í kvöld.
Borgarstjóri Paralympic þorpsins eignaðist Ísland!
Íslenski keppnishópurinn var í dag boðinn velkominn í Paralympic-þorpið á Vetrar-Paralympics sem nú standa yfir í PyeongChang í Suður-Kóreu. Eftir langt og strangt ferðalag síðastliðinn sólarhring voru þeir kumpánar Hilmar Snær, Þórður og Einar mættir við mótttökuathöfnina og engan bilbug...
SIGN styður ÍF
Á VetrarParalympics/Ólympíumóti fatlaðra, sem fram fer í PyeongChang í Surður-Kóreu 9. - 18. mars n.k. tekur skíðamaðurinn ungi Hilmar Snær Örvarsson þátt fyrir Íslands hönd í svigi og stórsvigi.
Ísland í fjórða sinn með á Vetrar Paralympics
Íþróttasamband fatlaðra stóð í dag að blaðamannafundi vegna þátttöku Íslands á Vetrar Paralympics sem fram fara í PyeongChang í Suður-Kóreu dagana 9.-18. mars næstkomandi. Fundurinn fór fram á Radisson Blu Hóteli Sögu en hinn 17 ára gamli Hilmar Snær Örvarsson...
Hilmar yngstur Íslendinga á Winter-Paralympics
Winter Paralympics fara fram í PyeongChang í Suður-Kóreu dagana 9.-18. mars næstkomandi. Keppandi Íslands á leikunum er hinn 17 ára gamli Hilmar Snær Örvarsson sem keppir í alpagreinum (svig og stórsvig).
Patrekur fyrstur blindra í 200m innanhúss!
Sjö Íslandsmet á ÍM innanhúss Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum innanhúss fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal laugardaginn 24. febrúar síðastliðinn. Alls sjö ný Íslandsmet litu dagsins ljós, Eik varð Íslandsmeistari félaga og hlauparinn Patrekur Andrés Axelsson varð fyrstur Íslendinga til...
Vetrar-Paralympics í PyeongChang 9.-18. mars
Nú standa Vetrarólympíuleikarnir sem hæst í Suður-Kóreu. Að þeim loknum hefjast Winter Paralympics þar sem Ísland teflir fram einum keppanda. Hér að neðan fer grein sem er áður birt í Hvata, tímariti ÍF, frá desember 2017:
Kynningardagur YAP 2018 í Hafnarfirði
Fimmtudaginn 8. febrúar 2018 var haldinn kynningardagur YAP í Hafnarfirði. Leikskólastjórar, sérkennslustjórar, íþróttafræðingar, þroskaþjálfar og leikskólakennarar mættu í Bjarkarhúsið þar sem 3 -5 ára börn frá Víðivöllum tóku þátt í þrautabraut og gerðu æfingar. Í kjölfar þess var kynning á YAP...
Ráðherra eflir fötluð börn til íþróttaiðkunar
Íþróttasamband fatlaðra hefur hlotið styrk frá Ásmundi Einari Daðasyni félags- og jafnréttismálaráðherra og er styrkurinn ætlaður fyrir verkefni á vegum sambandsins sem miða að því að auka þátttöku fatlaðra barna í íþróttum.
Íslandsmót ÍF í frjálsum 24. febrúar
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram laugardaginn 24. febrúar næstkomandi í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Skráningargögn hafa þegar verið send til aðildarfélaga ÍF en þá er vanhagar um gögnin geta haft samband á if@ifsport.is
Toyota lét að sér kveða í Ofurskálinni
Toyota sem er samstarfsaðili Alþjóða Ólympíuhreyfingarinnar og Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra lét að sér kveða á Ofurskálinni (SuperBowl) í nótt. Ofurskálin er þekkt sem fyrsti birtingarstaður stærstu og vinsælustu (og dýrustu) auglýsinganna ár hvert og í nótt sveif andi Paralympics yfir...
ÍF og Greiðslumiðlun í samstarf
Íþróttasamband fatlaðra og Greiðslumiðlun ehf gerðu nýverið með sér samning um notkun aðildarfélaga sambandsins á „Nóra“, sem er vefskráningar og greiðslukerfi fyrir íþróttafélög, félagasamtök o.fl.
Aðalfundur GSFÍ, var haldinn í Hraunkoti, Hafnarfirði, 29. maí 2018
Mánudaginn 20. janúar 2018 var haldinn aðalfundur GSFÍ í Hraunkoti, aðstöðu golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Það var Frans Sigurðsson stjórnarmaður GSFÍ sem stýrði fundinum og tók þessa mynd af áhugasömum fundargestum
Róbert Ísak setti þrjú ný Íslandsmet á RIG
Bætti 8 ára gamalt met Jóns Margeirs Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson frá Fjörður/SH setti þrjú ný Íslandsmet á RIG um helgina. Róbert sem keppir í flokki S14 (þroskahamlaðir) setti nýtt met í 400m fjórsundi á tímanum 5:00,19mín. og tvíbætti svo Íslandsmetið...
ÍF og Icelandair saman til Tokyo
Mánudaginn 22. janúar síðastliðinn endurnýjuðu Icelandair og Íþróttasamband fatlaðra samning um áframhaldandi samstarf. Með samningnum er ljóst að ÍF og Icelandair munu varða leiðina saman fram yfir Paralympics í Tokyo 2020.
ÍF tekur heilshugar undir yfirlýsingu ÍSÍ
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) gaf á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem sambandið harmaði að einstaklingar innan vébanda þess hafi þurft að þola ofbeldi í tengslum við íþróttastarf. Íþróttasamband fatlaðra tekur heilshugar undir yfirlýsingu ÍSÍ en hana má sjá...