Fréttir

Snemmbær afreksþjálfun barna

Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík fimmtudaginn 25. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101 og hefst kl. 17. Dagskrá ráðstefnunnar má finna í viðhengi. Ráðstefnustjóri...

Íþróttamaður ársins 2017

Í sameiginlegu hófi sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Samtök íþróttafréttamanna stóðu fyrir 28. desember sl. var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kylfingur var útnefnd Íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson knattspyrnumaður var í öðru sæti og Gylfi...

Hátt í 40 íþróttamenn boðaðir í fyrstu æfingabúðir ársins

Fyrstu æfingabúðir yfirmanna afrekesmála ÍF fara fram dagana 19. og 20. janúar næstkomandi í Laugardal. Hátt í 40 íþróttamenn úr sjö íþróttagreinum munu þá hittast undir leiðsögn þeirra Kára Jónssonar og Inga Þórs Einarssonar.  

Róbert Ísak vann Sjómannabikarinn þriðja árið í röð!

Nýárssundmót Íþróttasamband fatlaðra fór fram í innilauginni í Laugardal laugardaginn 6. janúar síðastliðinn. Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson vann þar Sjómannabikarinn þriðja árið í röð en Sjómannabikarinn er veittur þeim sundmanni sem á stigahæsta sund mótsins hverju sinni. Glæsilegur árangur hjá...

Nýárssundmót ÍF 2018

Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra fer fram í Laugardalslaug í dag 6. janúar. Mótið er fyrir iðkendur 17 ára og yngri en keppni hefst kl. 14:00.

Hvati er kominn á netið

Nýjast tölublað Hvata, tímarits Íþróttasambands fatlaðra, er komið á netið. Í þessu nýjasta tölublaði kennir ýmissa grasa. Við kynnum t.d. til leik Hilmar Snæ Örvarsson keppanda Íslands á Vetrar-Paralympics í Suður-Kóreu í mars á þessu ári.

Róbert Ísak Íþróttakarl Hafnarfjarðar 2017

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson var í árslok 2017 útnefndur íþróttakarl Hafnarfjarðar á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar. ÍF óskar Róberti til hamingju með útnefninguna en nánar um hátiðina má lesa hér.

Gleðileg jól

Íþróttasamband fatlaðra óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi íþróttaári 2018.

Helgi og Thelma íþróttafólk ársins 2017

Guðmundur í Íslensku Ölponum hlaut Hvataverðlaunin Kjöri íþróttamanns og íþróttakonu ÍF 2017 var lýst á Radisson Blu Hóteli Sögu í dag þar sem Helgi Sveinsson var útnefndur íþróttamaður ársins 2017 og Thelma Björg Björnsdóttir var útnefnd íþróttakona ársins 2017. Þá hlaut...

Fimm verðlaun á HM og Thelma kvaddi með Íslandsmeti

Síðasti keppnisdagur heimsmeistaramóts fatlaðra í 50m laug fór fram í nótt þar sem Róbert Ísak, Thelma Björg og Sonja létu öll til sín taka og Thelma landaði nýju Íslandsmeti.

Róbert annar í 100m baksundi á nýju Íslandsmeti

Róbert Ísak Jónsson vann sín önnur silfurverðlaun í nótt á heimsmeistaramóti fatlaðra í 50m sundlaug sem nú stendur yfir í Mexíkó. Róbert átti í harðri baráttu við Bandaríkjamanninn Lawrence Sapp um gullið en Róbert kom í bakkann á nýju Íslandsmeti...

Þrjú á ferðinni í dag: Róbert fjórði í 200m skriðsundi

Hafnfirðingurinn Róbert Ísak Jónsson var eini íslenski keppandinn á HM í Mexíkó sem stakk sér til sunds í gær þegar hann tók þátt í 200m skriðsundi S14.

Róbert heimsmeistari í 200m fjórsundi!

Róbert Ísak Jónsson tryggði sér í nótt heimsmeistaratitilinn í 200m fjórsundi (S14, þroskahamlaðir) á HM sem nú stendur yfir í Mexíkó.

Thelma með brons í 100m bringusundi

Tveimur keppnisdögum er nú lokið á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í Mexíkó og hefur íslenski hópurinn þegar landað tveimur verðlaunum þar sem Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, vann til bronsverðlauna í 100m bringusundi í gær.

Róbert landaði silfri í Mexíkó!

Fyrsta keppnisdegi á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í 50m laug lauk í nótt þar sem þrír íslenskir sundmenn létu að sér kveða og Fjarðarliðinn Róbert Ísak Jónsson komst á pall er hann hafnaði í 2. sæti í 100m bringusundi í...

Heimsmeistaramótið hefst í Mexíkó á morgun!

Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi í 50m laug hefst í Mexíkó á morgun, laugardaginn 2. desember. Ísland teflir fram fjórum keppendum á mótinu en þau eru Sonja Sigurðardóttir, Thelma Björg Björnsdóttir, Róbert Ísak Jónsson og Már Gunnarsson. Már, Róbert og Thelma...

Íslenski hópurinn fer á HM í dag!

Skammt er stórra högga á milli hjá íslensku sundfólki úr röðum fatlaðra þessi dægrin. Um síðastliðna helgi lauk Norðurlandamótinu í Ásvallalaug og helgina þar á undan fór Íslandsmót ÍF í 25m laug fram í Laugardal. Seinni partinn í dag halda...

Jón og Róbert stigahæstu sundmenn NM

Ísland með 21 gullverðlaun Norðurlandamótinu í sundi fatlaðra lauk áðan í Ásvallalaug í Hafnarfirði þar sem Íslendingar voru sigursælir! Jón Margeir Sverrisson var stigahæsti sundmaður mótsins í karlaflokki og Róbert Ísak Jónsson var stigahæsti sundmaðurinn í ungmennaflokki. Þá var Maja Reichard...

Fimm ný Íslandsmet á NM

Fyrsta keppnisdegi á Norðurlandamóti fatlaðra í sundi er lokið í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Alls litu fimm ný Íslandsmet dagsins ljós í dag og tvö þeirra sett a Kristínu Þorsteinsdóttur frá Ívari á Ísafirði en hún keppir í flokki S16, flokki...

Átta íslensk gull í fyrsta mótshluta

Norðurlandamót fatlaðra í sundi var sett í morgun í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Íslensku keppendurnir byrjuðu daginn vel og lönduðu átta gullverðlaunum! Tvenn verðlaunin komu í 4x100m boðsundi!