Egill Þór nýr formaður frjálsíþróttanefndar ÍF


Stjórn ÍF hefur undanfarið fundað með íþróttanefndum ÍF en þau fundahöld eru liður í verkefnum nýrrar stjórnar. Á síðasta sambandsþingi ÍF var Linda Kristinsdóttir kosin í stjórn ÍF en þá var hún sitjandi formaður í frjálsíþróttanefnd ÍF.


Eftir að Linda lagði af formennsku í nefndinni hefur frjálsíþróttanefnd fengið nýja og öfluga liðsmenn í baráttuna með sér en Egill Þór Valgeirsson hefur tekið við formennsku í nefndinni. Þá hafa þau Sigrún Bjarglind Ingólfsdóttir og Hermann Þór Haraldsson komið inn sem nýjir nefndarmenn. Ásta Katrín Helgadóttir situr áfram í nefnd en hennar framlag til íþrótta fatlaðra á Íslandi hefur varað til fjölda ára og ómetanlegt sem slíkt.

ÍF vill koma á framfæri þakklæti til Lindu fyrir hennar störf í frjálsíþróttanefnd sem og til Theodórs Karlssonar sem ekki löngu fyrir síðasta sambandsþing lét einnig af störfum í nefndinni.

Nýrrar nefndar bíða fjölbreytt verkefni hér innanlands sem utan en í reglugerð ÍF um nefndir og ráð segir:



Mynd/ Egill Þór Valgeirsson er nýr formaður frjálsíþróttanefndar ÍF.