Minningarpúttmót Harðar Barðdal


Þann 19. júní næstkomandi fer fram minningarpúttmót Harðar Barðdal í Hraunkoti í Hafnarfirði. Mótið hefur nú verið haldið árlega í umsjón Golfsamtaka fatlaðra á Íslandi.


Mótið hefst kl. 18:00 en veitt verða verðlaun í flokki fatlaðra og ófatlaðra. Skráning fer fram á staðnum.


Viðburður mótsins á Facebook


Mynd/ Hörður Barðdal heitinn var m.a. fyrstur valinn íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra árið 1977.