Fréttir

Undirbúningur fyrir Íslandsmótið í Vestmannaeyjum í fullum gangi og YAP verkefnið á leið til Eyja

Íslandsmót ÍF í boccia einstaklingskeppni verður haldið í Vestmannaeyjum 5 - 7 október 2018 Fulltrúi ÍF, Anna Karólína Vilhjálmsdóttir heimsótti Vestmannaeyjar í síðustu viku en tilefni heimsóknarinnar var að taka stöðuna vegna Íslandsmót ÍF í haust og hitta leikskólastjóra vegna YAP verkefnisins. ...

Tíu Íslandsmet í Berlín!

Opna þýska meistaramótið í sundi fór fram í byrjun mánaðarins í Berlín. Ansi myndarlegur hópur frá Íslandi var staddur ytra við keppni sem og flokkun og óhætt að segja að sundfólkið hafi verið í fínum gír því heil tíu ný...

Minningarmót Harðar Barðdal 2018 Úrslit

Minningarmót Harðar Barðdal fór fram í gær í Hraunkoti, Hafnarfirði. Þetta púttmót hefur öðlast fastan sess en það er GSFÍ sem stendur að undirbúningi og framkvæmd mótsins. Verðlaun eru veitt í flokki fatlaðra og ófatlaðra og einnig afhentur framfarabikar GSFÍ.  Verðlaunapeningar voru...

Patrekur setti tvö ný Íslandsmet í París!

Spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson frá frjálsíþróttadeild Ármanns er nýkominn heim frá París þar sem opna franska meistaramótið fór fram. Patrekur kom heim með tvö ný Íslandsmet í farteskinu en hann hleypur í flokki T11 (alblindir).

Frábært samstarfsverkefni KSÍ og Special Olympics á Íslandi í tilefni 50 ára afmælis SOI

Special Olympics samtökin sem eru 50 ára á þessu ári hafa hvatt aðildarlönd sín til að vekja athygli á sínu starfi. KSÍ sem er mikilvægur samstarfsaðili Special Olympics á Íslandi lagði sitt að mörkum þann 2. júni sl. þegar börn með sérþarfir voru valin...

Hið árlega púttmót GSFÍ til minningar um Hörð Barðdal, verður mánudaginn 18. júní. ALLIR VELKOMNIR AÐ TAKA ÞÁTT

Minningarpúttmót Harðar Barðdal verður haldið mánudaginn 18 júní í Hraunkot Keilir kl 18:00. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í flokki fatlaðra og ófatlaðra. Skráning fer fram á staðnum og allir eru velkomnir að taka þátt. Öll fjölskyldan, börn og fullorðnir,...

Róbert stórbætti Íslandsmetið og varð fjórði!

Róbert Ísak Jónsson var rétt í þessu að hafna í fjórða sæti í 200m fjórsundi á opna breska meistaramótinu í Sheffield á Englandi. Róbert kom í bakkann á nýju og glæsilegu Íslandsmeti 2:15.07 mín. Í undanrásum setti hann nýtt met...

Róbert í úrslit og annað Íslandsmet!

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson frá Íþróttafélaginu Firði í Hafnarfirði er að finna sig vel í lauginni á opna breska meistaramótinu sem nú stendur yfir í Sheffield á Englandi. Annan keppnisdaginn í röð er Róbert að setja Íslandsmet og tryggja sér...

Róbert áttundi á nýju Íslandsmeti

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson setti í dag nýtt Íslandsmet í 100m bringusundi á opna breska meistaramótinu sem nú stendur yfir í Sheffield á Englandi.

Þórey og Róbert í Sheffield

Sundmennirnir Róbert Ísak Jónsson (Fjörður) og Þórey Ísafold Magnúsdóttir (ÍFR) eru nú stödd í Sheffield í Bretlandi til að taka þátt í opna breska meistaramótinu sem er hluti af alþjóðlegri mótaröð Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC). Bæði keppa þau í flokki...

Njörður færði ÍF veglega gjöf

Lionsklúbburinn Njörður í Reykjavík hefur um árabil stutt dyggilega við bakið á starfsemi Íþróttasambands fatlaðra. Nú á dögunum kom klúbburinn færandi hendi og afhenti ÍF forláta Canon-linsu fyrir starfsemina. Linsan mun nýtast gríðarlega vel við að gera starfsemi ÍF skil...

Patrekur með tvö ný Íslandsmet á Ítalíu

Opna ítalska meistaramótinu í frjálsum íþróttum lauk á Rieti um helgina. Ísland sendi fimm keppendur til leiks og fóru flestir vegna flokkunar og undirbúnings fyrir Evrópusumarið 2018 en Evrópumeistaramótið fer fram í Berlín í ágústmánuði. Hlauparinn Patrekur Andrés Axelsson setti...

Vel heppnað Norðurlandamót í Færeyjum

Íslenska landsliðið í boccia er komið heim frá Færeyjum þar sem Norðurlandamótið fór fram á dögunum. Ferðin gekk vel þó svo Íslendingar hafi ekki átt spilara að þessu sinni sem náðu á pall.

Fjörður bikarmeistari eftir hörkuslag!

Íþróttafélagið Fjörður fagnaði um helgina bikartitli ÍF í sundi eftir spennusigur á bikarmóti ÍF sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Þetta var ellefta árið í röð sem Fjörður verður bikarmeistari!

ÍF 39 ára í dag!

Í dag fagnar Íþróttasamband fatlaðra 39 ára afmæli sínu en sambandið var stofnað þennan dag árið 1979. Eins og gefur að skilja er stórafmæli á næsta ári og munum við greina frá viðburðum tengdu afmælisárinu síðar.

Ólafur sæmdur heiðurskrossi ÍF

Ólafur Ólafsson fráfarandi formaður Íþróttafélagsins Aspar var á aðalfundi Aspar sæmdur heiðurskrossi ÍF, æðsta heiðursmerki sambandsins.

Auka aðalfundur Aspar 3. júní

Auka aðalfundur Íþróttafélagsins Aspar fer fram sunnudaginn 3. júní næstkomandi kl. 16.00. Fundurinn fer fram í húsnæði ÖBÍ. 1. mál: Kosning fundarstjóra 2. mál: Kosning fundarritara 3. mál: Lagðir fram endurskoðaðir reikningar

Már Gunnarsson með þrjú ný Íslandsmet í Vatnaveröld!

Sundmaðurinn Már Gunnarsson setti á dögunum þrjú ný Íslandsmet í Vatnaveröld í Reykjanesbæ á Landsbankamóti ÍRB. Metin setti hann í 50m skriðsundi og flugsundi og í 100m skriðsundi.

Íslenski hópurinn kominn til Þórshafnar

Norðurlandamótið í boccia er hafið í Þórshöfn í Færeyjum en á miðvikudag hélt íslenski hópurinn út til keppni. Ísland sendir þetta árið fimm einstaklinga til keppni en þeir eru:

Bikarmót ÍF 19. maí í Hafnarfirði

Bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði laugardaginn 19. maí næstkomandi. Upphitun hefst 09:30 og keppni 10:30. Skráningargögn hafa þegar verið send út til aðildarfélaga ÍF en þá sem vanhagar um gögnin geta sett sig í...