Þórey og Róbert í Sheffield


Sundmennirnir Róbert Ísak Jónsson (Fjörður) og Þórey Ísafold Magnúsdóttir (ÍFR) eru nú stödd í Sheffield í Bretlandi til að taka þátt í opna breska meistaramótinu sem er hluti af alþjóðlegri mótaröð Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC). Bæði keppa þau í flokki S14 (þroskahamlaðir). Með þeim í för ytra eru Ragnheiður Runólfsdóttir og Ingi Þór Einarsson annar tveggja yfirmanna landsliðsmála hjá Íþróttasambandi fatlaðra.


Keppni í Sheffield hefst á morgun fimmtudaginn 31. maí og lýkur 3. júní. Að keppni lokinni halda þau Róbert og Þórey yfir til Berlínar þar sem þau munu keppa á opna þýska meistaramótinu en þar verða fleiri íslenskir sundmenn að spreyta sig með félögum sínum.


Hér má sjá keppnisdagskránna í Sheffield

Mynd/ Róbert Ísak Jónsson sundmaður Fjarðar er hér á HM í Mexíkó 2017