ÍF 39 ára í dag!


Í dag fagnar Íþróttasamband fatlaðra 39 ára afmæli sínu en sambandið var stofnað þennan dag árið 1979. Eins og gefur að skilja er stórafmæli á næsta ári og munum við greina frá viðburðum tengdu afmælisárinu síðar.


Af þessu tilefni vilja stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra koma á framfæri innilegu þakklæti til allra samstarfs- og styrktaraðila, velunnara, sjálfboðaliða, íþróttafólks og annarra sem hafa haft veg og vanda að framgöngu íþróttafatlaðra síðustu fjóra áratugina.

Ykkar framlag er ómetanlegt!