Fjörður bikarmeistari eftir hörkuslag!


Íþróttafélagið Fjörður fagnaði um helgina bikartitli ÍF í sundi eftir spennusigur á bikarmóti ÍF sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Þetta var ellefta árið í röð sem Fjörður verður bikarmeistari!


Fjörður lauk keppni með 13.488 stig en skammt á hæla Fjarðar kom ÍFR með 13.360 stig.


Lokastaða:


Fjörður        13.488
ÍFR            13.360
Nes            4.842
Ösp            2179


Ljósmynd/ Bára Dröfn Kristinsdóttir - Fjarðarliðar hampa bikartitlinum á heimavelli sínum í Ásvallalaug í Hafnarfirði.