Bikarmót ÍF 19. maí í Hafnarfirði


Bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði laugardaginn 19. maí næstkomandi. Upphitun hefst 09:30 og keppni 10:30. Skráningargögn hafa þegar verið send út til aðildarfélaga ÍF en þá sem vanhagar um gögnin geta sett sig í samband við skrifstofu ÍF á if@ifsport.is


Íþróttafélagið Fjörður hefur hampað bikartitlinum síðustu 10 ár í röð! Forvitnilegt verður að sjá hvort þeim takist að landa þeim ellefta í röð eða hvort annað félag muni gera atlögu að titlinum.


Skilafrestur skráninga er 13. maí næstkomandi.


Hér má nálgast reglugerð fyrir bikarmót ÍF í sundi