Fréttir

Greinaröð ÍM 25

Íslandsmeistaramótið í 25m laug fer fram dagana 9.-11.nóvember næstkomandi í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Sjálf keppnin hefst kl. 9.30 föstudagsmorguninn 9. nóvember og verður hægt að fylgjast með mótinu í beinni á netinu hér.

Ísland sendir sex keppendur á NM í sundi

Norðurlandamótið í sundi fer fram í Oulu í Finnlandi í desembermánuði. Ísland sendir sex sundmenn til keppni í röðum fatlaðra, þrír frá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og þrír frá Íþróttafélaginu Firði í Hafnarfirði.

Reynir Pétur sjötugur!

Reynir Pétur fagnar 70 ára afmæli í dag. Stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra sendir Reyni Pétri innilegar heillaóskir í tilefni af stórafmælinu.  

Íþróttasamband fatlaðra hlýtur styrk úr Afrekssjóði

Afrekssjóður ÍSÍ tók upp nýtt fyrirkomulag á árinu og hafa fjölmörg sérsambönd hlotið styrki úr sjóðnum. Á undanförnum vikum hefur verið gengið frá formlegum samningum við þessi sérsambönd og á Paralympic-deginum sem fór fram nýlega var gengið frá samningi Íþróttasambands...

Fjögur ný Íslandsmet hjá Hirti

Sundmaðurinn Hjörtur Már Ingvarsson setti á dögunum fjögur ný Íslandsmet í sundi í 25m laug. Hjörtur sem keppir fyrir Íþróttafélagið Fjörð var þá á Extra móti SH í Hafnarfirði í 25m laug.

ÍM 25 í Ásvallalaug 9.-11. nóvember

Íslandsmóts Íþróttasambands fatlaðra í 25m laug fer fram í Ásvallalaug helgina 9.-11. nóvember næstkomandi. ÍF og SSÍ hafa ákveðið að halda sínu góða samstarfi áfram líkt og gert var á ÍM50 fyrr á þessu ári. Ein breyting er nú á...

Ráðstefna: Sigurför fyrir sjálfsmyndina

Ráðstefnan „Sigurför fyrir sjálfsmyndina“ verður haldin laugardaginn 10. nóvember 2018 á Radisson Blu Hótel Sögu frá kl. 10:15-13:00.

Siggy´s story Erindi flutt á alþjóðlegri ráðstefnu ISBA

Á alþjóðlegri ráðstefnu ISBA í Reykjavík í dag voru Sigurður Guðmundsson, Karen Ásta móðir hans og Guðmundur faðir hans, með innlegg þar sem þau sögðu sögu Sigga. Þar var farið yfir sögu hans frá því hann var lítill strákur og...

Eldglæringar á Íslandsmóti ÍF í Vestmannaeyjum, glæsilegt Íslandsmót Eyjamanna

Íslandsmót ÍF í boccia einstaklingskeppni fór fram með glæsibrag í Vestmannaeyjum um helgina. Umsjón hafði íþróttafélagið Ægir undir stjórn formanns félagsins Sylvíu Guðmundsdóttur. Glæsileg mótssetning var á föstudagskvöld og það var mikið sjónarspil að sjá eldglæringar umkringja keppendur sem gengu inn...

Myndband: Paralympic-dagurinn 2018

Paralympic-dagurinn 2018 fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 29. september síðastliðinn. Jón Jónsson stýrði þessum stóra kynningardegi á íþróttum fatlaðra og gerði það með stakri prýði.

Fjórir íslenskir fulltrúar við norrænar afreksunglingabúðir

Samstarf Norðurlandanna á sviði íþrótta hefur um áratuga skeið verið mjög náið og leitt margt gott af sér, jafnt í íþróttunum sjálfum sem og í ýmsum félagslegum og fjárhagslegum viðfangsefnum.

Íslandsmót ÍF í einliðaleik í boccia: Keppnisdagskrá

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í einliðaleik í boccia fer fram í Vestmannaeyjum um komandi helgi. Ljóst er að það verður mikið við að vera úti í Eyjum en hér að neðan má sjá keppnisdagskrá mótsins.

Kristinn Jónasson körfuboltaþjálfari að skapa ný tækifæri fyrir börn með sérþarfir

TIL HAMINGJU KÖRFUBOLTADEILD HAUKA  Þjálfarar eru í lykilhlutverki þegar þróun nýrra greina fer í farveg hjá IF og Special Olympics á Íslandi. Það var gæfuspor að fá Kristinn Jónasson á fund hjá IF síðasta vetur þar sem rætt var mögulegt samstarf...

Undirskrift áframhaldandi samstarfssamnings ÍF og afreksjóðs ÍSÍ

Með tilkomu hærri styrks frá afreksjóði IF hefur starfið náð að eflast og tveir yfirmenn landsliðsmála, hafa nú yfirumsjón með uppbyggingu á afreksstarfi ÍF og fylgja eftir afreksstefnu sambandsins. Á Paralympics daginn var staðfestur áframhaldandi samstarfssamningur IF og afrekssjóðs ISI en það...

Fjör á Paralympics daginn

Það var stemming í Laugardalshöllinni á Paralympics daginn og fólk skemmti sér við að prófa alls kyns íþróttagreinar og kynna sér starf félaga og samtaka. Samstarfsaðilar ÍF voru nokkrir á staðnum, Atlantsolía bauð upp á pylsur og drykki og Össur...

Paralympic-dagurinn á laugardag!

Paralympic-dagurinn 2018 fer fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal núna laugardaginn 29. september næstkomandi. Um er að ræða stóran og skemmtilegan kynningardag á íþróttum fatlaðra á Íslandi. Jón Jónsson tónlistarmaður og stuðbolti skorar á gesti í hinum ýmsu íþróttagreinum og Atlantsolíubíllinn...

Íþróttafélagið Ösp með öflug knattspyrnulið á Íslandsleikunum og margra ára uppbyggingarstarf að baki

Kyndilhlaup lögreglumanna setti svip á leikana á Þróttarvellinum sem voru hluti af dagskrá í Laugardalnum í tilefni íþróttaviku Evrópu ,, Beactive". Varaformaður KSI, Guðrún Inga Sívertsen setti leikan. Liðsmenn Aspar röðuðu sér í efstu sætin og góð tilþrif sáust á vellinum. það voru dómarar frá KSÍ...

Islandsleikar Special Olympics og kyndilhlaup lögreglumanna, sunnudaginn 23. september

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða haldnir sunnudaginn 23. september á Þróttarvellinum.  Kyndilhlaup  lögreglumanna verður frá TBR húsinu kl. 0930 og eru keppendur hvattir til að taka þátt og hita þannig upp fyrir leikana en hlaupið er að Þróttarvellinum. Leikarnir...

Heimsleikarnir „Með okkar augum“

Félagarnir Þorsteinn Einarsson og Guðmundur Kristinn Jónasson voru á meðal viðmælenda þáttarins „Með okkar augum“ á RÚV í gærkvöldi. Þeir Þorsteinn og Guðmundur undirbúa sig nú fyrir þátttöku í heimsleikum Special Olympics í unified badminton en heimleikarnir fara fram í...

Paralympic-dagurinn 2018

Paralympic-dagurinn er helgaður kynningu á íþróttagreinum sem stundaðar eru innan vébanda Íþróttasambands fatlaðra. Íþróttanefndir ÍF, aðildarfélög ÍF og samstarfsaðilar sambandsins koma saman í frjálsíþróttahúsinu í Laugardal, sem tengt er Laugardalshöll, til að kynna íþróttagreinar og starfsemi íþróttafélaga fatlaðra. Samstarfsaðilar eru...