Minningarmót Harðar Barðdal 2018 Úrslit


Minningarmót Harðar Barðdal fór fram í gær í Hraunkoti, Hafnarfirði. Þetta púttmót hefur öðlast fastan sess en það er GSFÍ sem stendur að undirbúningi og framkvæmd mótsins. Verðlaun eru veitt í flokki fatlaðra og ófatlaðra og einnig afhentur framfarabikar GSFÍ.  Verðlaunapeningar voru gefnir af Pétri H Hansen í Marko Merki sem einnig hannað merki GSFÍ. Hér má sjá verðlaunahafa í báðum flokkum ásamt Ólafi Ragnarssyni og Frans Sigurðssyni frá GSFÍ 

Elín Fanney Ólafsdóttir varð púttmeistari í flokki fatlaðra í dag á minningarmóti Harðar Barðdal. Í ōðru sæti var Einar Jónsson og Ásmundur Asmundsson í þriðja sæti. Sigurður Guðmundsson hlaut framfarabikar GSFÍ 2018 en hann hefur lækkað sig úr um 13 í forgjöf síðan í vor, kominn með 20.   Í flokki ófatlaðra sigraði Kristinn Sōrensen, annar var Sigtryggur Brynjarsson og þriðji Jón Ben, faðir Einars. Til hamingju öll