Sundmaðurinn Már Gunnarsson setti á dögunum þrjú ný Íslandsmet í Vatnaveröld í Reykjanesbæ á Landsbankamóti ÍRB. Metin setti hann í 50m skriðsundi og flugsundi og í 100m skriðsundi.
Met Más á Landsbankamóti ÍRB 2018:
50m skriðsund: 29.61 sek.
50m flugsund: 33.70 sek.
100m skriðsund: 1:04.71 mín.
Már og fremstu sundmenn landsins úr röðum fatlaðra munu svo nýta sumarið í undirbúning fyrir Evrópumeistaramótið í sundi sem fram fer í Dublin á Írlandi í Ágústmánuði.
Mynd úr safni/ Már ásamt Inga Þór Einarssyni sem er annar tveggja yfirmanna landsliðsmála hjá Íþróttasambandi fatlaðra.