Fréttir

Ísland hefur keppni á EM í dag!

Evrópumeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum var sett í gærkvöldi í Berlín í Þýskalandi. Íslenski keppnishópurinn hefur lokið undirbúningi sínum fyrir mótið og í dag er fyrsti keppnisdagurinn! Rétt eins og með Evrópumeistaramótið í sundi mun verða sýnt í beinni á...

Tvenn silfurverðlaun og tíu Íslandsmet í Dublin!

Ísland hefur lokið þátttöku á Evrópumeistaramóti fatlaðra sem staðið hefur yfir síðastliðna viku í Dublin á Írlandi. Afraksturinn eru tvenn silfurverðlaun og tíu Íslandsmet. Fjarðarliðinn Róbert Ísak Jónsson vann í kvöld til silfurverðlauna í 200m fjórsundi og í gær í...

Allir í úrslit: Róbert annar í fjórsundinu

Allir þrír íslensku sundmennirnir tryggðu sér áðan sæti í úrslitum á EM í Dublin en það voru þau Thelma Björg Björnsdóttir, Róbert Ísak Jónsson og Sonja Sigurðardóttir.

Róbert fyrstur undir mínútuna í flugi og landaði silfri!

Róbert Ísak Jónsson var rétt í þessu að landa silfurverðlaunum í 100m flugsundi S14 (þroskahamlaðir) á Evrópumeistaramótinu í Dublin. Silfurverðlaunin komu á nýju og glæsilegu Íslandsmeti þegar Róbert varð fyrstur Íslendinga í flokki þroskahamlaðra til þessa synda 100m flugsund undir...

Róbert annar í undanrásum! Már kveður Dublin með 6 Íslandsmet

Róbert Ísak Jónsson og Már Gunnarsson tóku þátt í undanrásum á EM fatlaðra í sundi í morgun. Þetta er sjötti og næstsíðasti keppnisdagur mótsins en þar varð Róbert annar í undanrásum í 100m flugsundi S14 en Már níundi og verður...

Már og Thelma með Íslandsmet í úrslitum!

Fimmta keppnisdegi á EM fatlaðra í sundi er lokið og þau Már Gunnarsson og Thelma Björg Björnsdóttir halla sér á koddann í kvöld með ný Íslandsmet í farteskinu. Til hamingju bæði tvö!

Thelma áttunda í úrslit

Fimmti keppnisdagur Evrópumeistaramóts fatlaðra í sundi er hafinn og í morgun keppti Thelma Björg Björnsdóttir í undanrásum í 400m skriðsundi S6 (hreyfihamlaðir). Thelma varð áttunda í undanrásum og keppir því í úrslitum í kvöld en hún synti í morgun á...

Íslenski hópurinn hitti Parsons: Már og Guðfinnur í 8. sæti

Fjórða keppnisdegi á EM í Dublin er lokið en í kvöld kepptu þeir Már Gunnarsson og Guðfinnur Karlsson í úrslitum í 100m baksundi. Þá hljóp á snærið hjá íslenska hópnum sem hitti forseta IPC, Andrew Parsons, í Dublin.

Már í úrslit á nýju Íslandsmeti

Fjórði keppnisdagur á EM fatlaðra í sundi er hafinn, undanrásum er lokið og báðir okkar fulltrúar tryggðu sér miða í úrslit kvöldsins en það voru sundmennirnir Már Gunnarsson og Guðfinnur Karlsson. Már tók sig til og fór inn í úrslit...

Thelma fimmta og Guðfinnur sjötti

Þriðja keppnisdegi á EM fatlaðra í sundi er nú lokið en mótið stendur nú yfir í Dublin á Írlandi. Thelma Björg Björnsdóttir og Guðfinnur Karlsson tóku þátt í úrslitum í kvöld þar sem Thelma hafnaði í 5. sæti og Guðfinnur...

Guðfinnur og Thelma í úrslit!

Þriðji keppnisdagur á EM fatlaðra í sundi er hafinn í Dublin og ljóst að tveir íslenskir sundmenn verða í úrslitum í kvöld en það eru þau Guðfinnur Karlsson frá Firði og Thelma Björg Björnsdóttir frá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík (ÍFR). ...

Ævintýramaðurinn Koch með fyrirlestur í Laugardalshöll

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á laugardaginn 18.ágúst 2018. Í tilefni af 35 ára afmæli hlaupsins verður boðið uppá fimm áhugaverða fyrirlestra. Fyrirlestrarnir verða fluttir í Laugardalshöllinni 16.-17.ágúst og eru hluti af skráningarhátíð hlaupsins og stórsýningunni FIT & RUN 2018.

Sonja með nýtt Íslandsmet!

Sonja Sigurðardóttir og Guðfinnur Karlsson tóku þátt í úrslitum á EM í sundi í kvöld. Sonja sem hóf leik á mótinu í kvöld setti nýtt Íslandsmet í flokki S4 (hreyfihamlaðir).

Guðfinnur í úrslit á sínu fyrsta stórmóti!

Undanrásum annars keppnisdags er lokið á EM í Dublin þar sem sundmaðurinn Guðfinnur Karlsson varð áttundi inn í úrslit í 100m bringusundi í flokki alblindra (S11). Guðfinnur er að keppa á sínu fyrsta stórmóti og gerði vel að ná að...

Már fimmti á nýju Íslandsmeti í gærkvöldi

Fyrsta keppnisdegi á EM fatlaðra í sundi lauk í Dublin í gærkvöldi þar sem Már Gunnarsson frá ÍRB í Reykjanesbæ setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 400m skriðsundi S12 (sjónskertir/blindir).

EM í sundi hafið í Dublin! Þrír í úrslitum í kvöld.

Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi er hafið í Dublin. Ísland sendir sex keppendur til leiks á mótinu og fjögur þeirra hófu leik í morgun í undanrásum. Hægt verður að fylgjast með motinu í beinni útsendingu á Facebook-síðu ÍF.

Ísland sendir 12 keppendur á EM í sundi og frjálsum

Fulltrúar Íslands á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum og sundi sumarið 2018 voru kynntir í höfuðstöðvum Toyota í Garðabæ í dag. Þetta sumarið mun Ísland tefla fram 12 þátttakendum, sex í sundi og sex í frjálsum íþróttum.

Íslandsmót ÍF í frjálsum 21. og 22. júlí á Akureyri

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram á Akureyri dagana 21. og 22. júlí næstkomandi og verður haldið á sama tíma og Akureyramótið í frjálsum fer fram. Tengiliður ÍF vegna framkvæmdar á keppni fatlaðra er Egill Valgeirsson, formaður frjálsíþróttanefndar...

Nemandi í HÍ fær viðurkenningu fyrir lokaverkefni, íslensk handbók YAP sem unnið var fyrir Special Olympics á Íslandi

Föstudaginn 22. juni 2018 var móttaka í húsnæði Félags Þroskaþjálfa fyrir útskriftarnema í þroskaþjálfun, leiðbeinenda lokaverkefna og kennara. Þar hlaut Jana Hrönn Guðmundsdóttir viðurkenningu og styrk úr viðurkenningarsjóði Þroskahjálpar fyrir lokaverkefni sem unnið var í samstarfi við Special Olympics á Íslandi. Verkefnið...

Róbert Ísak með fimm ný Íslandsmet á AMÍ

Aldursflokkameistaramót Íslands fór fram á Akureyri um síðustu helgi í 25m laug. Fjarðarliðinn Róbert Ísak Jónsson var þar í feiknaformi og setti fimm ný Íslandsmet á mótinu í flokki S14 (þroskahamlaðir).