Patrekur með tvö ný Íslandsmet á Ítalíu


Opna ítalska meistaramótinu í frjálsum íþróttum lauk á Rieti um helgina. Ísland sendi fimm keppendur til leiks og fóru flestir vegna flokkunar og undirbúnings fyrir Evrópusumarið 2018 en Evrópumeistaramótið fer fram í Berlín í ágústmánuði. Hlauparinn Patrekur Andrés Axelsson setti tvö ný Íslandsmet á Ítalíu, í 100m og 400m hlaupi. Patrekur er nú staddur í Danmörku en hann mun keppa í Nottwil í Sviss um næstu helgi í 100,200 og 400m hlaupi ásamt hlaupafélaga sínum Andra Snæ Ólafssyni en í flokki T11 (alblindir) eru keppendur með svokallaðan meðhlaupara sem tryggir að keppandi hlaup innan sinnar línu.


„Ferðin gekk vel sem fyrsta verkefni sumarsins og ánægjulegt að fá tvö ný Íslandsmet frá Patreki. Mótið var vissulega fyrsta stóra verkefni sumarsins og það lofaði góðu. Stóra markmið sumarsins hjá sterkasta frjálsíþróttafólki landsins úr röðum fatlaðra er auðvitað Evrópumeistaramótið í Berlín í ágústmánuði,“ sagði Egill Þór Valgeirsson formaður frjálsíþróttanefndar ÍF en hann stýrði hópnum á Ítalíu.


Árangur íslensku keppendanna á Ítalíu:


Patrekur Andrés Axelsson (T11, blindir)
100m: 12,48 sek - Nýtt Íslandsmet
200m: 26,29 sek
400m: 1:02,80 mín - Nýtt Íslandsmet


Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir (T/F 37, hreyfihamlaðir)
100m: 15.30 sek.
200m: 31.51 sek.
400m: 1:15.01 mín.
Langstökk: 3.82 m.


Jón Margeir Sverrisson (T20, þroskahamlaðir)
400m: 57.25 sek.
800m: 2:19.39 mín.


Hulda Sigurjónsdóttir (F 20, þroskahamlaðir)
Kúluvarp: 9,47 m.


Stefanía Daney Guðmundsdóttir (F/T 20)
400m: 1:10.03 mín.
Langstökk:4,59 m.


Öll úrslit mótsins


Ljósmynd/ World Para Athletics