Fréttir

Heill sé þér Vigdís Finnbogadóttir 90 ára

Íþróttasamband fatlaðra sendir heillaóskir til Vigdísar  Finnbogadóttur, fyrrverandi Forseta Íslands og þakkar ómetanlegan stuðning og samstarf.  Á myndunum eru gullverðlaunahafar frá Ólympíumóti fatlaðra 1988, Lilja María Snorradóttir sundkona og Haukur Gunnarsson, frjálsíþróttamaður í móttöku hjá Vigdísi Finnbogadóttur, Forseta Íslands

Frá fagteymi ÍF: Hollráð á tímum COVID19

Fyrstu Covid-19 smitin hér á Íslandi voru greind í lok febrúar og skömmu síðar hófust takmarkanir á samskiptum manna á milli í námi, starfi og félagslífi hvers konar.

Sumarbúðum ÍF í júní frestað: Júlí til skoðunar

Sumarbúðum Íþróttasambands fatlaðra að Laugarvatni í júnímánuði hefur verið frestað. Búðirnar áttu að fara fram að Laugarvatni dagana 19. júní - 3. júlí.

Flokka- og bikarmóti ÍF í sundi slegið á frest

Flokka- og bikarmóti Íþróttasambands fatlaðra í sundi sem fara átti fram í maímánuði hefur verið frestað sökum COVID19 faraldursins.

Skrifstofa ÍF lokuð til 13. apríl. Nú gildir að huga að hvort öðru og gera heimaæfingar

Skrifstofa Íþróttasambands fatlaðra verður lokuð til 13. apríl. Vinsamlega sendið fyrirspurnir ef eru á netfang if@ifsport.is  Netföng einstaka starfsmanna má sjá sjá á eftirfarandi slóð: https://www.ifsport.is/page/stjorn  

Paralympics verða 24. ágúst - 5. september 2021

Alþjóðaólympíunefndin (IOC), Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra (IPC), skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó 2020, japönsk yfirvöld og borgarstjórn Tókýó hafa kynnt nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra.

Daglegar áskoranir á samfélagmiðlum ÍF

Flestir halda sig nú heimavið þessi dægrin sökum COVID19 veirunnar og íþróttafólk hefur því þurft að aðlaga æfingar sínar til þess að halda sér í toppformi. Eva Hrund Gunnarsdóttir stjórnarmaður hjá ÍF hefur hrundið af stað áskorunum á samfélagsmiðlum ÍF...

Ólympíuleikunum og Paralympics frestað til 2021

Í gær bárust þau tíðindi að forsætisráðherra Japans, Shinzō Abe og Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) hafi samþykkt að fresta Ólympíuleikunum og Paralympics sem fram áttu að fara í Tókýó í júlí, ágúst og september næstkomandi. Fram kemur að leikana...

Stórmótum aflýst: EM fært til júlímánaðar

Vegna útbreiðslu COVID19 veirunnar hefur flestum stórmótum fatlaðra verið aflýst. Nýverið var Grand Prix móti í Dubai í frjálsum aflýst sem og opna breska meistaramótinu í sundi en þessi tvö mót áttu að vera stór liður í undirbúningi fatlaðra íslenskra...

Heimaæfingar og hreyfiverkefni fyrir alla aldurshópa og Leikjabankinn

Á  heimasíðu Special Olympics  Int https://www.specialolympics.org/  er verið að setja inn æfingar sem hægt er að gera heima.

Skrifstofa ÍF opin 10.30-14.30 dagana 16.-20. mars

Í ljósi þess ástands sem nú er skollið á í baráttunni við COVID19 veiruna þarf Íþróttasamband fatlaðra að breyta opnunartíma skrifstofu. ÍF hvetur alla til þess að reyna að hafa samskipti við skrifstofuna í gegnum tölvupóst eða símleiðis en þó...

ÍF hvetur aðildarfélög sín til að fara eftir tilmælum stjórnvalda

Íslandsmót ÍF í sundi frestað   Íslensk yfirvöld hafa ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur (samkomubann) frá og með miðnætti sunnudaginn 15. mars. Samkomubannið gildir í fjórar vikur frá þeim tímapunkti og nær yfir samkomur þar sem fleiri en...

Andrew Parsons forseti IPC í opinberri heimsókn á Íslandi

Síðustu tvo sólarhringa hefur Andrew Parsons forseti Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) verið í heimsókn á Íslandi. Vera hans hér er liður í heimsóknaferð hans um Norðurlöndin en næst heldur hann til Noregs og þaðan til Svíþjóðar.

Íslandsmóti ÍF í boccia, borðtennis og lyftingum frestað um óákveðinn tíma

Stjórn Íþróttasambands fatlaðra í samráði við fagteymi ÍF ákvað í dag að fresta Íslandsmóti ÍF í boccia, borðtennis og lyftingum sem og Íslandsleikum Special Olympics í frjálsum íþróttum sem fara áttu fram helgina 13.-15. mars næstkomandi.

ÍF og SSÍ vinna saman að framþróun sundíþróttarinnar

Íþróttasamband fatlaðra og Sundsamband Íslands undirrituðu nýverið samstarfssamning sín á milli um gagnkvæma skuldbindingu sérsambandanna um framþróun sundíþróttarinnar, sameiginlegt mótahald fatlaðra og ófatlaðra og leitast með því að tryggja sundfólki bestu mögulegu aðstæður.

Hilmar Snær fyrstur Íslendinga til að vinna Evrópumótaröðina

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings varð í dag fyrstur Íslendinga til þess að vinna sigur á Evrópumótaröð IPC í alpagreinum. Hilmar hafði sigur í svigkeppni dagsins og að henni lokinn var ljóst að ekki yrði keppt í stórsvigi...

Hilmar með sigur í svigkeppni dagsins

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Víkingi vann í dag sigur í svigkeppni Evrópumótaraðar IPC sem nú stendur yfir í Zagreb í Króatíu. Hilmar var með samanlagðan tíma upp á 1:44,60 mín. og var snöggtum á undan Austurríkismanninum Thomas Grochar sem...

Tíu Íslandsmet í Krikanum! Ármann Íslandsmeistari

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Kaplakrika um helgina en mótið fór fram inni á Meistaramóti Íslands hjá Frjálsíþróttasambandinu. Mótið fór einkar vel fram í sterkri framkvæmd og umgjörð hjá FH. Alls féllu tíu ný Íslandsmet á Íslandsmóti ÍF þar...

Róbert og Már settu Íslandsmet á Gullmótinu

Hið árlega Gullmót KR í sundi fór fram á dögunum. Nokkrir afrekssundmenn úr röðum fatlaðra kepptu á mótinu en þar settu þeir Róbert Ísak Jónsson Fjörður/SH og Már Gunnarsson ÍRB báðir ný Íslandsmet.

Hákon á leið til Costa Brava

Borðtennismaðurinn Hákon Atli Bjarkason, ÍFR, tekur þátt í opna Costa Brava mótinu í marsbyrjun en hann heldur til Spánar þann 3. mars næstkomandi. Um er að ræða 40 punkta mót og von á fremsta borðtennisfólki heims við mótið.

3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15