Minningarmót Harðar Barðdal í dag kl. 18 í Hraunkoti


Minningarpúttmót Harðar Barðdal verður haldið fimmtudaginn 25 júní kl 18:00 í Hraunkot, Keilir. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin bæði hjá fötluðum og ófötluðum. Spilaðar verða 18 holur.


Athugið að öllum er heimil þáttaka. Einnig verður framfarabikar GSFÍ veittur við sama tækifæri en hann er veittur þeim aðila sem hefur sýnt mestu framfarir og besta ástundun á árinu.

Mynd/ Hörður Barðdal heitinn var valinn íþróttamaður ársins hjá fötluðu íþróttafólki fyrstur allra árið 1977.