Hvati kemur út á Hvatisport.is: Nýtt veftímarit Íþróttasambands fatlaðra


Nýjasta tölublað Hvata er að þessu sinni gefið út sem veftímarit á Hvatisport.is Í rúma þrjá áratugi hefur Íþróttasamband fatlaðra tvisvar sinnum á ári staðið að útgáfu tímaritsins Hvata þar sem allt það helsta í íþróttastarfi fatlaðra á Íslandi er reifað í máli og myndum.


Nýja veftímaritið er hægt að skoða á vefsíðunni www.hvatisport.is en þar munu næstu tölublöð birtast. Þegar var Íþróttasamband fatlaðra með www.ifsport.is í gangi þar sem fréttir, tilkynningar, úrslit móta, lög, reglugerðir og margt annað heldur áfram að birtast en á www.hvatisport.is verður hægt að nálgast tímaritið og þar kennir ýmissa grasa s.s. viðtöl við keppendur, aðstandendur, þjálfara og ýmsan fróðleik um íþróttir fatlaðra.


Í nýjasta tölublaði Hvata má m.a. nálgast viðtal við Kristinn Vagnsson skíðagöngumann, Erlendur Egilsson sálfræðingur ræðir um tækifærin í mótlæti, heimsókn Andrew Parsons forseta IPC til Íslands og Hamingjuliðið sem sló í gegn á sínu fyrsta körfuboltamóti.


Hér má nálgast forsíðu Hvatisport.is
Hér má nálgast fyrsta tölublað Hvata 2020


Ert þú með góðar ábendingar að efni á www.hvatisport.is ? Endilega láttu okkur vita á if@ifsport.is