Óskað eftir ábendingum um lausnamiðaða þjálfara sem vilja gefa öllum tækifæri


ÓSKAÐ ER EFTIR ÁBENDINGUM UM ÞJÁLFARA SEM HAFA AР MARKMIÐI AÐ ÖLL BÖRN FÁI TÆKIFÆRI og sem hafa eða eru að leita leiða til að öll börn fái að njóta sín á eigin forsendum hjá almennum íþróttafélögum

Þjálfarar gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að finna leiðir til að öll börn geti tekið þátt í íþróttastarfi.  

Vinsamlega sendið ábendingar á netfang; annak@ifsport.is   Allar ábendingar vel þegnar og mikilvægar 

Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi hafa lengi reynt að fá upplýsingar um stöðu barna með frávik og tölfræði yfir virka þátttöku þeirra í íþróttastarfi. Þar sem þau eru ekki skráð sérstaklega í FELIX, skráningarkerfi ÍSÍ er ókleift að fá skýra mynd en vonandi er þátttakan meiri en virðist við fyrstu sýn. 

Mikilvægt er félög nái að styðja vel við starf þjálfara sem eru að reyna að koma til móts við alla. Hvort sem tilboð fyrir börn eru á vegum aðildarfélaga ÍF eða almennra íþróttafélaga er mikilvægt að öll börn geti prófað sig áfram og fundið sitt áhugasvið. Þar gegna þjálfarar lykilhlutverki og jákvætt og lausnamiðað viðhorf getur ráðið úrslitum um það hvort  aðstandendur mæta aftur, láta barnið prófa aðrar greinar eða einfaldlega hætta öllum tilraunum með að koma barni í íþróttir. Það þarf að skoða þessi mál vel og hvert ár sem líður skiptir máli. Að greina stöðuna og bregðast við sé ástæða til þess er verkefni sem er á ábyrgð allra sem bjóða upp á íþróttastarf fyrir börn.  ÍF mun óska samstarfs við ÍSÍ, UMFÍ, sveitarfélög og ríki til að fylgja þessu mikilvæga máli eftir í samvinnu við þjálfara barna og unglinga. .