Afreksfólk ÍF fundaði með yfirmönnum landsliðsmála


Afreksíþróttahópur Íþróttasambands fatlaðra fundaði nýverið með yfirmönnum landsliðsmála hjá ÍF en þetta var í fyrsta sinn sem hópurinn kom saman með yfirmönnum landsliðsmála síðan samkomuskerðingar tóku gildi vegna COVID19-faraldursins.


Farið var yfir þá möguleika sem kunna að koma upp á næstu mánuðum hjá afreksfólkinu sem hefur séð öllum sínum verkefnum og æfingum frestað um ótilgreindan tíma og þar ber hæst frestun Paralympics 2020 í Tokyo sem færðir voru til ársins 2021.


Fulltrúar í fagteymi ÍF voru einnig með erindi við fundinn en markmiðið var að hefja skipulagt starf á nýjan leik svo frekast sem kostur er en ljóst er að einhvern tíma til viðbótar mun taka við að koma hlutum aftur í eðlilegt horft.


Stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra vill þakka iðkendum og aðildarfélögum sínum fyrir að hlíta í öllum tilvikum tilmælum landlæknis og almannavarna.


Mynd/ Erlendur Egilsson sálfræðingur ræddi m.a. við afrekshóp ÍF við fundinn.