Íþróttafélagið Suðri á Selfossi undirbýr Íslandsmót ÍF í boccia og lyftingum


Íslandsmót ÍF í boccia einstaklings og sveitakeppni verður á Selfossi dagana 1 - 4 október 2020. Mótssetning er fimmtudagskvöld 1. október og lokahóf verður sunnudagskvöldið 4. október. Umsjón hefur íþróttafélagið Suðri, Selfossi. Jafnframt mun Íslandsmót í lyftingum fara fram á Selfossi samhliða Íslandsmótinu i boccia.  Lyftingakeppni verður skipulögð í samstarfi  ÍF og KRAFT sem mun aðstoða heimamenn með verkefnið. Nánari upplýsingar um tímasetningar og keppnisfyrirkomulag verða sendar frá boccianefnd ÍF 

Íþróttafélagið Suðri hafði undirbúið framkvæmd Íslandsmóts  ÍF í boccia einstaklingskeppni sem vera átti í haust á Selfossi, þegar Codvid tímar kölluðu á óvæntar breytingar. Íslandsmót ÍF í boccia sveitakeppni, lyftingum og borðtennis auk Íslandsleika Special Olympics í frjálsum íþróttum hafði verið fyrirhugað í apríl en féll niður vegna Covid. Leitað var eftir samstarfi við Íþróttafélagið Suðra, hvort samtengja mætti sveita og einstaklingskeppnina 2020 og vel var tekið í þá beiðni. Beðið hefur verið eftir staðfestingu á því hvort afnot fengjust af íþróttamannvirkjum og nú hefur verið staðfest að Íþróttamannvirki verða til staðar þá daga sem mótið stendur yfir en bæta þurfti við aukakeppnisdegi. Lyftingar  fara fram á Selfossi samhliða Íslandsmótinu í boccia. Borðtennisnefnd ÍF mun staðfesta hvernig fylgt verður eftir framkvæmd Íslandsmótsins í borðtennis en frjálsíþróttamótið fellur niður.  Leitað verður til aðildarfélaga ÍF að standa vel að því með Suðra að samtengja mótin sem kallar á fleira starfsfólk og dómara.

Á myndinni tekur Ófeigur Leifsson frá íþróttafélaginu Suðra við keflinu af Hörpu Björnsdóttur formanni Ívars Ísafirði en þar var Íslandsmótið í boccia einstaklingskeppni  haldið haustið 2019.